Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Mikil vanlíðan liggur að baki

Ég veit hvernig tilfinning það er að missa heimili sitt. Það upplifði ég og mín fjölskylda árið 2006. Í okkar tilfelli var það bara okkur sjálfum að kenna. Keyptum fyrirtæki sem gekk ekki upp. Til að forðast gjaldþrot þá seldum við húsið okkar svo allir kæmu út með sem  minnstum skaða, komum sjálf út í miklum mínus. Vorum ekki klók eins og útrásarglæpamennirnir að láta skuldirnar falla á aðra og lifa svo sjálf í vellystingum enda hefðum við aldrei getað lifað í sátt við okkur sjálf vitandi að hafa komið öðrum í vandræði. Í aðdraganda þess að missa heimili sitt fylgir mikil vanlíðan. Þessi framkvæmd í dag ber merki þess. En þetta var veraldarleg eign og það að við misstum tvo ástvini okkar sama ár var meira áfall fyrir okkur.
mbl.is Eyðilagði íbúðarhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsókn strax

Að sjálfsögðu eigum við að fara í fulla rannsókn, hvað sem það kostar. Sá viðtalið við Evu Joly í Kastljósinu í kvöld og það sem hún sagði var eins og talað út úr mínu hjarta. Í upphafi átti þetta strax að gerast en eins og Eva sagði þá skilja þessir glæpamenn eftir sig viss ummerki sem ekki er svo létt að afmá. Það veit ég þar sem ég vinn við  bókhald og fl.  Eins og ég bloggaði um í upphafi hrunsins þá vildi ég að þeir aðilar er væru sekir væru strax leiddir út í járnum eins og í BNA en þar hafa jú hliðstæðir atburðir átt sér stað. Íslenska þjóðin á það skilið að tekið verði á þeim glæpamönnum sem hafa komið landi okkar í þrot, réttlætisins vegna.

Loksins að einhver talar af viti.

Mér líst svo sannarlega ekki á tilþrif VG og Samspillingar. Með þeirra stjórn er allt að fara til helvítis. Enda var það svosem vitað fyrirfram. Þarna er loksins talað af viti. Enda er ég viss um það að ef kosið væri í dag þá væri  Sjálfstæðisflokkurinn með mjög gott fylgi.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram efnahagstillögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guði sé lof

sara_lilly_og_amma.jpgÉg er sjúklega hrædd við jarðskjálfta og þar sem ég bý rétt hjá þar sem  skjálftahrinan var þá hafa síðustu dagar verið erfiðir fyrir mig. Þeir sem þekkja mig vita um þennan ótta minn og reyndar hef ég aldrei leynt honum því mér finnst allt í lagi að vera ekki fullkomin. Reyndar óttast ég fátt annað í lífinu, þó ég segi sjálf frá þá er ég eiginlega hetja að öðru leiti.Tounge  Langar að gera blogg mitt jákvætt í dag og birti hér mynd af mér og Söru litlu ömmudúlluni þar sem hún heimsótti mig í vinnuna daginn sem hún var hálfs árs þann 28. maí. sl.

sara_lillly_og_amma.jpg


mbl.is Skjálftahrinan að fjara út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju þið sem kusuð þetta lið!

Vinstri ófreskjan er að sýna sitt rétta andlit. Hækkka skatta, hækka hækka hækka öll útgjöld. Og þetta er rétt að byrja. Þau kunna ekkert annað, þau hlusta ekki á hagfræðinga. Þau fatta það ekki að með þessum hækkunum eru þau að hækka lánin okkar og þegar upp er staðið þá verður ríkissjóður fyrir tapi líka. Við ættum öll að taka okkur saman og mótmæla með því að kaupa ekki þessar vörur. Hætta að versla í ÁTVR! Hætta að kaupa tóbak! Ekki kaupa eldsneyti í 1 viku, þá færi að hrikta í stoðum olíufélaganna. 


mbl.is Álögur á eldsneyti og áfengi hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búsáhaldabyltingin?

Þetta er ekki mín óskastjórn raunar held ég að þetta verði einvher óstórn. Efast um að hún lifi af eitt ár. Man ekki til að vinstri stjórn hafi lifað af 4 ár, leiðrétti mig einhver sem veit betur. Þessi stjórn virðist ekkert vilja gera fyrir heimilin og fyrirtækin. Allavega hef ég ekki séð það en það hefði átt að vera forgangverkefni að mínu mati. Ég er ansi hrædd um að þeir sem kusu þetta yfir sig eiga eftir að iðrast þess.
mbl.is Ný ríkisstjórn um næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minn flokkur fékk þó 27.3% ekki slæmt

Þrátt fyrir áróður fjölmiðla fékk Sjálfstæðisflokkur þó þessi 27.3% sem sýnir að fólk er ekki algjörlega heilaþvegið af bulli fjölmiðla frá því að hrunið varð. Ég sé nú ekki að Samfylkingin sé að bæta svo mikið við sig og með VG þá eru þetta mjög tæpur meirihluti. Ef Samfylking og VG fara saman þá spái ég þeim ca 1 ári áður en allt springur. Vel á minnst ég hef ekkert heyrt hvað flokkarnir ætla að gera í okkar efnahagsmálum, bara umræður um ESB. Við þurfum að fá einhverjar úrlausnir í okkar efnahagsmálum núna!
mbl.is Nýtt Alþingi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt innlegg Kolbrúnar

Við Íslendingar held ég flestir (nema VG) vonum og trúum að þessi Olíu auðlind á Drekasvæðinu  verði kannski komandi kynslóðum til góða . Þegar ég heyrði svo innlegg Kolbrúnar Halldórsdóttur í fréttum í kvöld hugsaði ég "Ætla Íslendingar virkilega að kjósa þetta afl VG í næstu kosningum" Oh verði þeim að góðu. Ekki tek ég þátt í því.
mbl.is Kolbrún segir þingflokk VG ekki hafa lagst gegn olíuleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar værum við ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki verið við lýði undanfarin 18 ár

Við værum líkast til ennþá á sauðskinnskónum nælandi okkur í einhver sjáfbær verkefni eins og VG kýs að orða það, skil ekki alveg hvað þeir eru að meina.Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki komið að völdum  Þá  hefði aldrei  verið neitt góðæri, við hefðum ekki átt svona mikið  af menntuðu  fólki og fleira mætti telja Sjáflstæðisflokknum  til  framdráttar. Já hvar værum við kæru Landar ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki bjargað okkur fyrir 18 árum úr klóm vinstriafla. með sín boð og bönn og gífurlega skatta (Þið sem hafið aldur til munið eftir Óla Grís sem Skattmann) Þetta var árið 1991 að Viðreisnarstjórnin tók við af vonleysisstjórn vinstri afla. Þá var verðbólgan um 100% og við erum að kvarta í dag með verðbólgu um 20%. En ég er samt ekki viss í fyrsta skipti á ævinni hvað ég á að kjósa.

1 Vinstri Grænir.

Nei takk. Heimilin og fyrirtæki þola ekki meiri skattheimtu en er nú til staðar.  Auk þess hafið þið engin úrræði fyrir heimilin . Afleit úrræði fyrir fyrirtækin.

2. Framsóknarflokkur.

Já mér líst vel á ykkar málefni. Lækka skuldir heimilanna um 20% það er sanngjarnt. Svo hafið þið ágætis úrræði fyrir fyrirtækin líka.

3. Sjálfstæðisflokkurinn.

Þetta er flokkurinn minn. Ég held ég gefi honum frí í 4 ár   kannski er ekki viss.

Frjálslyndi Flokkurinn.

Eru með öll málefni sem mér líkar, verst hvað þeir hafa lítið fylgi.

 Hreyfingarnar tvær: Borgar og Lýðræðis, sammála í mörgu. Þyrfti samt margt að breytast til að þið gætuð starfað að einhverju viti. 

 

 

 

 


Ísland 51. fylki Bandaríkjanna

Alveg væri ég til í að fórna sjálfstæðinu  og verða 51. stjarna í fána Bandaríkjanna. Við erum hreinlega ekki að meika þetta hér. En ég held þeir hafi engan áhuga á okkur.
mbl.is Obama: Ekki sömu leið og Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Veröld Sólveigar

Höfundur

Sólveig Þóra Jónsdóttir
Sólveig Þóra Jónsdóttir

Tilverustigið á jörðinni er mér eilíf ráðgáta

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...939_sxefn-s
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sólveig og Helgi 1961

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband