Ísland 51. fylki Bandaríkjanna

Alveg væri ég til í að fórna sjálfstæðinu  og verða 51. stjarna í fána Bandaríkjanna. Við erum hreinlega ekki að meika þetta hér. En ég held þeir hafi engan áhuga á okkur.
mbl.is Obama: Ekki sömu leið og Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú meinar væntanlega Þóra, 53. ríki Bandaríkjanna.

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 00:02

2 Smámynd: The Critic

Við eigum ekkert erindi í það samband enda fátt sameiginlegt með þeim. Það væri mikið nær að fórna sjálfstæðinu og ganga í ESB

The Critic, 20.3.2009 kl. 00:21

3 identicon

Fyrirgefðu, Þóra. Auðvitað eru ríkin 50 og Ísland verður það 51., ef til þess kemur.

Kveðja,

Kolbrún Bára

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 00:36

4 identicon

Það eru aðeins 50 ríki í Bandaríkjunum: http://en.wikipedia.org/wiki/U.S._state

Þorvarður Pálsson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 00:39

5 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

The Critic, ég tel okkur eiga meira sameiginlegt með USA en evrópuríkjunum. Ég persónulega myndi ekki vilja ganga í ESB þ.e. mafíu sem er mynduð af kaþólikkum.

Takk fyrir Þorvarður ég var einmitt á leiðinni á Wikipedia til að sanna mitt mál en þú gerðir það fyrir mig. 

Tall öll fyrir innlitið Critic, Kolbrún og Þorvarður.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 20.3.2009 kl. 00:52

6 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Átti að vera Takk öll fyrir innlitið

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 20.3.2009 kl. 00:57

7 identicon

Eruð þið að grínast?! Bandaríkin?!! Ég tel mig/okkur vera Evrópubúa, og er stolt af!! Léti sko ALDREI bendla mig við skringilegheit og ómenningu Bandaríkjamanna!!! Ég á bara varla til orð og næ varla upp í nefið á mér fyrir hneykslun og segi því aftur og spyr: Bandaríkin?! Við eigum sko sem betur fer EKKERT sameiginlegt með þeim og síst ættum við að sækjast eftir því! Við leggjumst nú ekki svo lágt....þá fyrst væri niðurlægingin algjör!!!

Jahér!!!

Heiða (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 03:51

8 identicon

Reyndar alveg rétt hjá Kolbrúnu Báru því Kanada er nr.51 og Bretland nr. 52. Því yrðum við 53 ríkið!

Öryrkinn (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 07:01

9 identicon

Ég myndi ekki vilja að við yrðum fylki í Bandaríkjunum, en ef það gerðist myndum við hvorki verða nr. 51 eða 53. Við yrðum 52. fylkið vegna þess að Puerto Rico er á undan okkur í biðröðinni.

Kristinn (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 10:05

10 Smámynd: Páll Jónsson

Heiða: Róleg á fordómunum. Að væla yfir skringilegheitum og ómenningu Bandaríkjamanna er ekkert betra en þegar þeir væla yfir skringilegheitum og ómenningu Evrópu án þess að að gera greinarmun milli landa.

HVer segir að við þyrftum að verða næsta Texas? Gætum við ekki eins orðið næsta New Hampshire?

Páll Jónsson, 20.3.2009 kl. 12:31

11 Smámynd: Stefanía

Ég sé nú ekki muninn á skringilegheitunum, nema þá að þau eru skringilegri í Evrópu, þar sem aldrei hefur verið hægt að koma sér saman um neitt.    Má ég þá frekar biðja um Obama States .

Stefanía, 20.3.2009 kl. 21:24

12 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Takk öll fyrir innlitið. Púerto Riko er ekki fylki innan Bandaríkjanna heldur svökölluð Hjálenda. Kanada og Bretland eru svo sannarlega ekki fylki innan BNA. Þannig að stjörnurnar í fána BNA eru 50. Hawaii komst síðast inn sem fylki árið 1959 minnir mig. Ég myndi vilja  fá Obama og hans stjórn þar er allavega eitthvað unnið í málunum. Fjárglæframenn teknir út í járnum, öll fjárglæframál rannsökuð til hlítar og menn látnir svara til saka. Engin verðtrygging á lánum, vextir lágir og lítil verðbólga. Er hægt að biðja um meira. Takk Páll fyrir að svara Heiðu. Ég held við Íslendingar verðum að fara að kyngja þessari minnimáttarkennd sem kemur út í stærilæti þ.e. við erum best og mest og fara að horfa raunsæjum augum á okkur sjálf. Við erum hvorki betri né verri en aðrir það eina sem háir okkur er að við búum við ömurlegt stjórnarfar. Engin stjórnarflokkur þorir að afnema verðtryggingu lána, afnema kvótakerfið og fl. Með verðtryggingu lána á herðum okkar erum við þrælar auðmanna. 

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 21.3.2009 kl. 02:58

13 Smámynd: Páll Jónsson

Án verðtryggingu lána mun enginn vilja lána fólki nema þá með svo gríðarlegum vöxtum að lánveitendur telji sig trygga gegn ófyrirséðum hagsveiflum. Og ekki áfellist ég þann hugsanagang.

Við losnum varla við verðtryggingu nema með því að skipta um mynt.

Páll Jónsson, 21.3.2009 kl. 13:07

14 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Já, margt vittlausara mundi ég seigja. Knus Sólveig min

Kristín Gunnarsdóttir, 27.3.2009 kl. 07:07

15 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Páll segir að enginn láni hér án verðtrygginar það tel ég rétt hjá honum. Við erum eina þjóðin í heiminum tel ég með það vandamál. Dóra mín hver er þessi betri kostur?   Knús á þig líka Stína mín. Þú spurðir mig um daginn hvort ég væri í Facebook en svarið er nei. Ég held ég myndi ekki fíla það.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 29.3.2009 kl. 03:10

16 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Þetta var nú bara svona hugmynd hjá mér Dóra. Kannski of hástemmd. Kannski vottur af uppgjöf. Ég er bara hreinlega búin að fá nóg af spillingunni hér á Íslandi því hún er enn við lýði. Ég hef alltaf verið sjálfstæðiskona og mér hugnast best grunnhugsunin í sjálfstæðisstefnunni þ.e. Stétt með stétt og frelsi einstaklingsins til athafna. En það er búið að misgera þessum hugjónum innan flokksins. Allavega  komust glæpamenn til valda í fjármálageiranum það hefði kannski engu skipt hvaða flokkur hefði verið við stjórn, það hefði enginn ráðið við ástandið. Vinsti sinnuð verð ég aldrei, þeir vilja bara gera alla jafnfátæka. Ég held ég kjósi ekki í næstu kosningum. Kveðja til þín Dóra og þú hefur rétt fyir þér.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 2.4.2009 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Veröld Sólveigar

Höfundur

Sólveig Þóra Jónsdóttir
Sólveig Þóra Jónsdóttir

Tilverustigið á jörðinni er mér eilíf ráðgáta

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...939_sxefn-s
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sólveig og Helgi 1961

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband