Rannsókn strax

Að sjálfsögðu eigum við að fara í fulla rannsókn, hvað sem það kostar. Sá viðtalið við Evu Joly í Kastljósinu í kvöld og það sem hún sagði var eins og talað út úr mínu hjarta. Í upphafi átti þetta strax að gerast en eins og Eva sagði þá skilja þessir glæpamenn eftir sig viss ummerki sem ekki er svo létt að afmá. Það veit ég þar sem ég vinn við  bókhald og fl.  Eins og ég bloggaði um í upphafi hrunsins þá vildi ég að þeir aðilar er væru sekir væru strax leiddir út í járnum eins og í BNA en þar hafa jú hliðstæðir atburðir átt sér stað. Íslenska þjóðin á það skilið að tekið verði á þeim glæpamönnum sem hafa komið landi okkar í þrot, réttlætisins vegna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Svo þurfum við líka að vita að sumir áttu engan þátt í neinu ólöglegu þó þeir væru að vinna í banka.

 Annað er að þjóðin þarf að vera örugg um að rétt verði að öllu staðið við rannsóknir svo hægt verði að ná fram dómum í málunum. Annars er hætt við að þessi tími verði að sári á þjóðarsálinni, svona eins og kaldastríðið, þau sár eru greinilega alls ekki gróin. Smbr. Dóttir njósnarans á blogginu mínu.

Bestu kveðjur

Hólmfríður Pétursdóttir, 11.6.2009 kl. 11:05

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Einmitt Hólmfríður. Allra vegna verðum við að fá sannleikann upp á borðið svo réttlætið nái fram að ganga.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 11.6.2009 kl. 12:56

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Sólveig mín

Algjörlega sammála þér Sjálfstæðiskonan mín.

Hefði viljað sjá þessa stöðu sem við erum í núna fyrir mörgum mánuðum. Útrásarvíkingar hafa haft nógan tíma til að fela góssið sitt á meðan embætismenn hafa verið að naga blýantana sína.

Þú hefðir betur tengt þennan pistil við eitthvað af fréttunum af mbl.is

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.6.2009 kl. 00:40

4 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Já Rósa ég hefði átt að fréttatengja þennan pistil það er rétt hjá þér.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 14.6.2009 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Veröld Sólveigar

Höfundur

Sólveig Þóra Jónsdóttir
Sólveig Þóra Jónsdóttir

Tilverustigið á jörðinni er mér eilíf ráðgáta

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...939_sxefn-s
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sólveig og Helgi 1961

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband