Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Steingrímur vs AGS

Halló! Var það ekki Davíð að kenna hvað stýrivextir voru háir. Nú er Davíð farinn. Svo hverju er verið að bíða eftir, af hverju ekki að lækka vextina strax? Annars er Steingrímur mjög svo óvenju gestrisinn við þetta fólk frá AGS. Fólk sem hann ætlaði sko að senda til baka með frímerki á rassgatinu ásamt öllum þeirra boðum og bönnum. En þá var hann ekki í stjórn þá þarf maður víst að bera ábyrgð. 

 


mbl.is Góðir fundir með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bananalýðveldið Ísland

Það er alltaf að birtast mér betur hverskonar bananalýðveldi við búum við hérna á Íslandi. Tökum sem dæmi í gær heyrði ég ræðu Obama forseta USA tala um þær björgunaraðgerðir sem eiga sér stað þar í landi. Það á að bjarga fjölskyldunum frá því að missa allt sitt með því að fólk getur gert nauðasamninga (líkt og fyrirtæki hér) þ.e. til að forða fólki frá gjaldþroti þá gefst þeim kostur á því að semja um sínar skuldir. Hér heima aftur á móti er verið að hagræða fyrir fólki eftir að það lendir í gjaldþroti t.d. sá tími sem þú mátt ekki eiga neitt er lækkaður úr 10 árum niður í 2 sem hefur í rauninni engan tilgang því kröfuhafinn getur viðhaldið skuld þinni ævilangt. Af hverju eru ekki  búnar til aðgerðir hér eins og í USA svo fólk þurfi ekki að standa frammi fyrir gjaldþroti. Gjaldþrot eru engum til góða allir tapa sínu bæði skuldarinn og kröfuhafinn. Mér finnst enginn af okkar ráðamönnum vera að gera neitt af viti sama í hvaða flokkum þeir eru.

Fínt lag

Þetta var fínt lag en reyndar var ég búin að veðja á önnur lög en það skiptir ekki máli. Þetta er allavega miklu betra lag en við sendum út síðast "This is my life" glatað lag hef ekki einusinni heyrt það spilað hérna heima hvað þá erlendis. En ég óska öllum þeim sem komu að þessu lagi til hamingju!
mbl.is Lagið Is it true til Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju þurfum við þessa stjórnmálaflokka?

Þetta flokkasystem er einfaldlega ekki það sem ég vil sjá. Ég vil kjósa fólk ekki flokka. Ef ég ætti að fjalla um framsóknarflokkinn þá gerði ég þeim skil í síðasta bloggi mínu. Framsóknarflokkurinn er spilltur og það eru allir aðrir flokkar líka. Pólitískur flokkur sem telur málefni síns flokks vera meira virði en fólkið í landinu er spilltur. Ég vil sjá nýtt Ísland rísa upp úr rústunum. Ég vil sjá fagmenn sem eru til þess lærðir stjórna landinu. Pólitík er leiðinleg tík. Ef ég fengi að kjósa fólk en ekki flokka þá yrði þetta fólk sem einskonar aðstoðarmenn þeirra fagaðila sem virkilega stjórna. Þetta er minn draumur þetta er það sem ég vona. Þetta er mín sýn á nýja Ísland.
mbl.is Framsókn fundar að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn Nei Takk

Spillingarflokkur sem hefur í raun og veru komið þjóðinni í þrot. Fyrst var það sjávarkvótinn sem var jú sukkpotturinn hjá Útrásarvíkingunum (það var byrjunin hjá þeim). Framsóknarflokkurinn setti á verðtryggingu lána og svo mætti lengi telja. Og ætlar fólk svo að kjósa þennan flokk í næstu kosningum?  Ef svo er Til hamingju Íslendingar, fólk er fífl.
mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tóm Tjara

Hvað er áunnið með mótmælunum. Verra en ekkert. Samfylking vinur auðmanna og stjórnarflokkur fyrri ríksisstjórnar myndar nú stjórn með VG. Þetta tafl SF hefur sjálfsagt verið löngu undirbúið. Björgvin er látinn segja af sér og þar með fýkur stjórn FME og stjórnendur. Tilgangurinn er sjálfsagt sá að hindra VG í að kyrrsetja eignir auðmanna því það er ekki hægt með stjórnlausu FME. Góður leikur og klókur hjá Sundrungarflokknum. Síðan er Sjálfstæðisflokkurinn blásinn af með því að SF gerir það að kröfu sinni að fá Forsætisembættið. Skákin gekk upp Geir var Skák og Mát en Davíð losna þau ekki svo auðveldlega við. Og áfram sitja glæpamennirnir (útrásarv.) í skjóli SF. En varðandi góðar fréttir þá óska ég Íslendingum til hamingju með hvalveiðarnar.


mbl.is Unnið áfram í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðingarvert

Það er alltaf virðingarvert ef fólk sér að sér og biðst afsökunar. Það eru víst margir sem skortir þann hæfileika. Hörður Torfason er ekki einn af þeim.
mbl.is Baðst afsökunar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörður Torfason er ekki mín rödd lengur

"Hörður undrast að Geir hafi dregið veikindin fram í dagsljósið á þessum tímapunkti. „Það er til dálítið sem heitir einkalíf og svo er stjórnmálalíf. Það er tvennt ólíkt.“ Hvað er að hjá Herði Torfasyni? Mér finnst ummæli hans mjög svo ósmekkleg og ómannúðleg. Það vill nú svo til að einkalíf og stjórnmálalíf skarast saman að sjálfsögðu. Geir er að segja af sér formennsku í flokknum út af veikindum.
mbl.is Hænuskref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt

Það fékk á mig að heyra þessar fréttir. Ég óska Geir og hans fjölskyldu alls hins besta. Nú verður væntanlega kosið í maí en helst þarf eitthvað að gerast áður þ.e. varðandi að það þarf að sækja til saka þá einstaklinga er komu þjóðinni í þrot.


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræðan

Ég hef spurt forráðamenn bloggsins af hverju sömu andlitin eru alltaf í svokallaðri "Umræðu" þ.e. efst á síðu bloggsins. Ég hef fengið þau svör að ekki sé verið að mismuna bloggurum. En ég tel einmitt að það sé málið. Það er verið að mismuna bloggurum. Ég sé alltaf sama fólkið þarna og ég tel að þetta fólk sé ekki að blogga um hluti sem eru merkilegri en ég og þú erum að blogga um og ég get ekki séð að blogg þessa fólks  sé neitt merkilegra að nokkru leiti. Við vitum að það er ritskoðun í gangi hér og það er heldur ekki sama að vera Jón eða Séra Jón.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Veröld Sólveigar

Höfundur

Sólveig Þóra Jónsdóttir
Sólveig Þóra Jónsdóttir

Tilverustigið á jörðinni er mér eilíf ráðgáta

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...939_sxefn-s
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sólveig og Helgi 1961

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband