Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Of Seint

Þegar efnahagsglæpur er framinn eins og skeði sl. haust þá skiptir hver dagur máli í rannsókn málsins. Það hefði strax átt að skipta út mönnum í : Ríkistjórninni, Fjármálaeftirlitinu, Seðlabankanum og  öllum bönkunum. Það hefði þurft að setja á neyðarstjórn og óháða erlenda rannsóknaraðila til að rannsaka málið allt. Frysta eignir allra þeirra auðmanna eru voru viðloðandi þennan glæp. Já ég hef skipt um skoðun því það er réttur minn og batnandi fólki er best að lifa. Fyrst hélt ég að allir væru að gera sitt besta eins og t.d. Ríkisstjórnin en því miður þá hafði ég rangt fyrir mér.
mbl.is Öryggi rannsóknargagna tryggt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í Rusli

Þarna virðast vera listamenn að störfum. Viðfangsefnið flott og viðeigandi.
mbl.is Ruslatunnur í sparifötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælum en ekki beita ofbeldi!

Fólk er reitt og örvita. Margir eru að missa allt sem þeir eiga eða áttu. Samt finnst mér aldrei afsökun fyrir því að beita ofbeldi. Mótmælin fóru yfir strikið að mínu mati. Það er eitt að mótmæla en annað að fremja skemmdarverk og valda jafnvel líkamstjóni. Annars óska ég öllum Gleðilegs árs og Friðar.

 

 


mbl.is Gas Gas Gas á gamlársdag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausn í sjónmáli?

Kæru bloggvinir

Lesið þessa færslu, þetta gæti verið lausnin sem okkur vantar.

http://gunnarwaage.blog.is/blog/gunnarwaage/entry/721069/


Burt með siðleysið

"Engin teikn voru á lofti um að bankar landsins yrðu fljótlega ríkiseign, allra síst Kaupþing sem að allra mati var afar stöndugur banki með alla burði til þess að standa af sér þrengingar í bankakerfinu." Sagði Gunnar Páll Pálsson í Kastjósi í kvöld. Af hverju stóðu menn þá frammi fyrir því að hafa þá 2 kosti sem hann tiltók? Af hverju þurftu stjórnendur að selja hlutabréf? Getur það verið mín rökvilla en mér finnst vera þversögn í þessu máli. Við skulum athuga að þetta var 25. september. Skyldi það vera að Kaupþingsmenn vissu hvað myndi ske? Það er allavega mín skoðun. Það þarf að rannsaka allt saman: Bankana, Útrásarvíkingana, Fjármálaeftirlitið, Seðlabankann og það sem var gert eða ekki gert innan Ríkisstjórnarinnar. Helst í gær. Af óháðum aðilum. Hver vissi hvað og hvenær? Hver gerði hvað og ef saknæmt reynist á sá eða þeir að fá sinn dóm samkvæmt lögum.


mbl.is Ekki hægt að taka aðra ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunverulegu sökudólgarnir

Það sannast sem ég hef sagt að við eigum að beina reiði okkar að hinum raunverulegu sökudólgum í þessari efnahagskrísu okkar. Eigendur og stjórnendur bankanna hafa blóðmjólkað  sína banka eins og er að koma í ljós og gott ef ekki stærstu hlutafjáreigendur eigi feitar innistæður í erlendum bönkum.  Það á allt eftir að koma í ljós. En þetta vil ég láta rannsaka strax. Ekki seinna en í gær, af óháðum erlendum aðilum . Ég fór ekki í mótmælin undanfarna laugardaga því mér fannst fólk ekki vera að mótmæla gegn réttum aðilum. Ef við mótmælum gegn spillingu af hvaða sort sem er þá verð ég fyrst til að mæta. En að mótmæla gegn einum manni eins og var (Davíði Oddssyni) nei takk ég tek ekki þátt í því. Þó að Davíð sé mikil persóna sem slíkur þá hefur hann bara ekki þau völd að það taki því að mótmæla. Auðmönnum tókst í smátíma að beina athygli frá sér (enda hafa þeir fjölmiðlana til þess) og beittu sínum spjótum  að Davíð og stjórnvöldum. Fólk kokgleypti við því. Nú er sannleikurinn að koma í ljós og þá mun ég mótmæla þegar ég veit hver sökudólgurinn er.

Hvers konar þjóðfélag viljum við vera

Ég er hreinlega orðlaus yfir viðbrögðum almennings við mótmælum atvinnubílstjóra. Skilur fólk ekki hvað er í gangi! Við Íslendingar ættum  hreinlega að vera búin að fá nóg af að láta vaða yfir okkur á skítugum skónum. Það er ekki bara eldsneytisverð það er miklu miklu meira (sjá fyrri færslu.) Gerum okkur svo grein fyrir því að í þessu landi býr fólk sem má raða niður í 3 flokka þ.e. Fólk sem kann ekki aura sinna tal. Fólk sem rétt skrimtir. Fólk sem ekki skrimtir. Svo einfalt er það. Það skyldi þó ekki vera að þessi flokkur af fólki sem kann ekki aura sinna tal sé sá sem skilur ekkert í þessum mótmælum, ja ekki skyldi mig undra. Svo er löggan fengin til að berja á almúganum sem sættir sig ekki við þetta ástand. Hverju finnst ykkur okkar þjóðfélag sé farið að líkast? Þeir sem eru góðir í mannkynssögu geta sjálfsagt svarað því.


Mótmælum Öll

Er búin að fylgjast með þessum mótmælum atvinnubílstjóra og ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Þeir eru að gera hluti sem við almúginn hefðum átt að gera fyrir löngu síðan þ.e. berjast fyrir því að lifa mannsæmandi lífi á Íslandi. Við almúginn höfum látið allt yfir okkur ganga og segjum ekki orð. Verðtryggingu á íbúðalán, sífelldar hækkanir á öllum vörum í gegnum tíðina. Við segjum ekki neitt, við látum bara vaða yfir okkur. Verðtrygging lána t.d. er hvergi til í heiminum nema hér og verðtryggingin sem slík er bara hrein eignaupptaka. Já við látum valta yfir okkur það er skondið þegar ég les þetta moggablogg þá eru margir að deila á Sturlu. Hann komi ekki rétt fram í viðtölum og fl. þið megið skammast ykkar sem eru að gagnrýna hann! Þið auma fólk sem látið kúga ykkur og þorið ekki að gera neitt í málunum en vælið samt. Sturla er einmitt að gera það sem við heiglarnir þorum ekki að gera. Hann er að mótmæla f.h. atvinnubílstjóra. Við ættum að mótmæla lika gegn öllu misrétti sem við erum beitt af stjórnvöldum. Ég þakka Sturla og öllum hans félögum fyrir að opna að minnsta kosti augu mín fyrir því að við látum ekki vaða yfir okkur.

« Fyrri síða

Um bloggið

Veröld Sólveigar

Höfundur

Sólveig Þóra Jónsdóttir
Sólveig Þóra Jónsdóttir

Tilverustigið á jörðinni er mér eilíf ráðgáta

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...939_sxefn-s
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sólveig og Helgi 1961

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband