Burt með siðleysið

"Engin teikn voru á lofti um að bankar landsins yrðu fljótlega ríkiseign, allra síst Kaupþing sem að allra mati var afar stöndugur banki með alla burði til þess að standa af sér þrengingar í bankakerfinu." Sagði Gunnar Páll Pálsson í Kastjósi í kvöld. Af hverju stóðu menn þá frammi fyrir því að hafa þá 2 kosti sem hann tiltók? Af hverju þurftu stjórnendur að selja hlutabréf? Getur það verið mín rökvilla en mér finnst vera þversögn í þessu máli. Við skulum athuga að þetta var 25. september. Skyldi það vera að Kaupþingsmenn vissu hvað myndi ske? Það er allavega mín skoðun. Það þarf að rannsaka allt saman: Bankana, Útrásarvíkingana, Fjármálaeftirlitið, Seðlabankann og það sem var gert eða ekki gert innan Ríkisstjórnarinnar. Helst í gær. Af óháðum aðilum. Hver vissi hvað og hvenær? Hver gerði hvað og ef saknæmt reynist á sá eða þeir að fá sinn dóm samkvæmt lögum.


mbl.is Ekki hægt að taka aðra ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Það á að rannsaka þetta til að fólk fái tiltrú á kervið. Ef þessir menn hafa ekkert að fela þá vilja þeir rannsókn til að sanna sakleysi sitt sem ég efast stórlega um. Ef þeir hafa eitthvað að fela þá þarf að draga það upp á yfirborðið. Það er sama hvernig er litið á þetta það þarf að rannsaka þetta allt saman því fyrr sem það er gert því betra og pólitíkusar mega ekki koma nálagt því því að enginn treystir þeim. sem mun gera það að verkum að enginn mun treysta því sem stendur í skýrslunni.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 5.11.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Sammála þér skattborgari. Ég vil sjá erlenda óháða aðila rannsaka allt saman, hver orsökin er fyrir því að Ísland er nær gjaldþrota. Það er rétt hjá hér við þurfum að hafa hér kerfi sem við getum búið við örugg.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 5.11.2008 kl. 23:04

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auðvitað viljum við rannsókn, en fáum við hana sem skildi?
Verðum bara að bíða og sjá, þeir munu búa til einhverja rosa flotta sögu um þetta.
Sem við verðum svo að sætta okkur við, annars er bara slegið á puttana.
Knús til þín Sólveig
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2008 kl. 10:21

4 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ég held Milla að Íslendingar láti ekki traðka á sér lengur. Ég á mér draum um framtíðar Ísland sem heiðarlegt, græðgislaust, kærleiksríkit og umfram allt óstéttaskipt land. Ég veit ég bið um mikið. En.................... 

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 8.11.2008 kl. 15:36

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vonum það besta ég á mér líka þennan draum og bið um að hann rætist á hverju kvöldi.
Knús

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.11.2008 kl. 10:42

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Já og framtíðar Ísland sem að stefnir að því að vera sem mest sjálfu sér nóg

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.11.2008 kl. 21:17

7 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Rétt hjá þér Jón. Við getum framleitt meira af grænmeti. Fullunnið fiskinn í okkar ónotuðu frystihúsum og flutt þær afurðir út þar myndi myndast bæði vinna og gjaldeyrir fyrir okkur. Eins mætti endurskoða landbúnaðarstefnuna afnema þar kvótann og leyfa bændum að markaðssetja sig þar gæti orðið meiri útflutningur og þar með gjaldeyrir. Af mörgu er að taka.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 11.11.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Veröld Sólveigar

Höfundur

Sólveig Þóra Jónsdóttir
Sólveig Þóra Jónsdóttir

Tilverustigið á jörðinni er mér eilíf ráðgáta

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...939_sxefn-s
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sólveig og Helgi 1961

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 486

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband