Bíddu

Var þetta ekki dóttirfélag hjá Kaupþingi. Af hverju eiga þá Íslendingar að borga?
mbl.is Þjóðverjar lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausn í sjónmáli?

Kæru bloggvinir

Lesið þessa færslu, þetta gæti verið lausnin sem okkur vantar.

http://gunnarwaage.blog.is/blog/gunnarwaage/entry/721069/


Vantraust?

Gleymum því ekki að stjórnarandstaðan hefur verið á launum hjá okkur undanfarin ár. Þau bera líka ábyrgð. Hvað væru þau annars að gera á Alþingi nema til að veita aðhald.
mbl.is Vantrauststillaga komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þreytandi

Það eru nú orðnar svolítið þreyttar þessar fréttir ykkar varðandi Davíð, eruð þið ekki búnir að heilaþvo fólk nóg varðandi hann. Erið þið fréttamenn með Davíð paranoiu eða eruð þið ritarar eigenda ykkar en ekki alvöru fréttamenn. Okkur vantar frjálsa óháða miðla hér á Íslandi. Það er á hreinu. Auðvitað á forseti Íslands að ganga fram með góðu fordæmi og fylgja lögum landsins.
mbl.is Davíð sagður hafa gert aðför að forsetahjónunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki ESB

Af hverju ættum við að ganga í ESB? Hver yrði ávinningur okkar? Ég er persónulega á móti því að við förum inn í ESB. Ég held að það sem við eigum verði hirt af okkur og við fengjum ekkert í staðinn. Við yrðum eins og leiguliðar í eigin landi. Núna  eigum við  fiskinn, orkulindir, olíu (væntanlega) og fl. Við erum núna örvæntingarfull og leitum ráða og er ESB leiðin ein af þeim. Í dag er fólk reitt út í stjórnvöld og mótmælir sem er bara gott mál en ef við göngum í ESB förum við þá til Brussel til að mótmæla?

Burt með siðleysið

"Engin teikn voru á lofti um að bankar landsins yrðu fljótlega ríkiseign, allra síst Kaupþing sem að allra mati var afar stöndugur banki með alla burði til þess að standa af sér þrengingar í bankakerfinu." Sagði Gunnar Páll Pálsson í Kastjósi í kvöld. Af hverju stóðu menn þá frammi fyrir því að hafa þá 2 kosti sem hann tiltók? Af hverju þurftu stjórnendur að selja hlutabréf? Getur það verið mín rökvilla en mér finnst vera þversögn í þessu máli. Við skulum athuga að þetta var 25. september. Skyldi það vera að Kaupþingsmenn vissu hvað myndi ske? Það er allavega mín skoðun. Það þarf að rannsaka allt saman: Bankana, Útrásarvíkingana, Fjármálaeftirlitið, Seðlabankann og það sem var gert eða ekki gert innan Ríkisstjórnarinnar. Helst í gær. Af óháðum aðilum. Hver vissi hvað og hvenær? Hver gerði hvað og ef saknæmt reynist á sá eða þeir að fá sinn dóm samkvæmt lögum.


mbl.is Ekki hægt að taka aðra ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunverulegu sökudólgarnir

Það sannast sem ég hef sagt að við eigum að beina reiði okkar að hinum raunverulegu sökudólgum í þessari efnahagskrísu okkar. Eigendur og stjórnendur bankanna hafa blóðmjólkað  sína banka eins og er að koma í ljós og gott ef ekki stærstu hlutafjáreigendur eigi feitar innistæður í erlendum bönkum.  Það á allt eftir að koma í ljós. En þetta vil ég láta rannsaka strax. Ekki seinna en í gær, af óháðum erlendum aðilum . Ég fór ekki í mótmælin undanfarna laugardaga því mér fannst fólk ekki vera að mótmæla gegn réttum aðilum. Ef við mótmælum gegn spillingu af hvaða sort sem er þá verð ég fyrst til að mæta. En að mótmæla gegn einum manni eins og var (Davíði Oddssyni) nei takk ég tek ekki þátt í því. Þó að Davíð sé mikil persóna sem slíkur þá hefur hann bara ekki þau völd að það taki því að mótmæla. Auðmönnum tókst í smátíma að beina athygli frá sér (enda hafa þeir fjölmiðlana til þess) og beittu sínum spjótum  að Davíð og stjórnvöldum. Fólk kokgleypti við því. Nú er sannleikurinn að koma í ljós og þá mun ég mótmæla þegar ég veit hver sökudólgurinn er.

Kæru nýju bloggvinir

Af einhverri ástæðu ákvað ég sl. sumar að eiga enga bloggvini. Nú hef ég ákveðið í kvöld að söðla um og fara að vera virk í þessu bloggi (ég hef verið dugleg að kommenta á öðrum bloggum) . Góð kona bauð mér að vera bloggvinur og ég hugsaði why not. Siðan fór ég sjálf af stað og óskaði bloggvináttu þeirra sem mér hugnaðist. Ekki hafa allir  svarað ennþá en ég þakka þeim sem hafa svarað því þið megið vita að ég vil ekki alla sem mína bloggvini. Það er ekki illa meint en ég vil málefnalega umræðu, ekkert bull og ekki þurfa allir að vera sammála þá er ekkert gaman. Og engan Jákór takk. Svo kæru bloggvinir ég vona að við eigum eftir að eiga ánægjuleg samskipti.

Einelti

Þetta kalla ég einelti af verstu sort, að ráðast gegn einum manni. Ungur nemur gamall temur. Er það svona sem þið alið börn ykkur upp. Engin furða þó einelti sé vandamál á Íslandi.  Held að við Íslendingar ættum að virkja kraft okkar í  mótmæli gegn Breskum ráðamönnum. Allavega er ég búin að ákveða að ég ætla ekki að kaupa breskar vörur. Ég vil ekki styðja land sem kallar okkur terrorista.
mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskilningur

Héldu menn virkilega að bresk stjórnmálavöld fylgdust með íslenska þættinum Kastljósi á hverju kvöldi með túlk sér við hlið? Hæpið. En menn voru fljótir að láta stór orð falla hér á blogginu í dag. Alheimskreppan er Davíð að kenna er það ekki bara einfaldlegasta lausnin. Getur svo ekki verið að einhver misskilningur hafi átt sér stað á milli fjármálaráðherra Íslands og Bretlands. Eftir fréttum að dæma þá á Landsbankinn eigur á móti þessum innistæðum á reikningum Icesave í Bretlandi.
mbl.is Samtal við Árna réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Veröld Sólveigar

Höfundur

Sólveig Þóra Jónsdóttir
Sólveig Þóra Jónsdóttir

Tilverustigið á jörðinni er mér eilíf ráðgáta

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...939_sxefn-s
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sólveig og Helgi 1961

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 682

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband