Loksins að einhver talar af viti.

Mér líst svo sannarlega ekki á tilþrif VG og Samspillingar. Með þeirra stjórn er allt að fara til helvítis. Enda var það svosem vitað fyrirfram. Þarna er loksins talað af viti. Enda er ég viss um það að ef kosið væri í dag þá væri  Sjálfstæðisflokkurinn með mjög gott fylgi.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram efnahagstillögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

Já þú meinar
Þá fengjum við kannski önnur átján hamingjuár og nýja einkavæðingu
og nýja útrás í boði Hannesar Hommsteins.
Einmitt það sem við þurfum núna.

Páll Blöndal, 9.6.2009 kl. 01:30

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Við áttum þó átján hamingjuár er það ekki? Hvaðan er annars allur mannauðurinn sprottinn. Hvar værum við stödd í dag ef Sjálfstæðisflokksins hefði ekki notið við? Einkavæðingar verða aftur annað er ekki hægt ekki viljum við halda hér uppi eintómum ríkisfyrirtækum. Við skulum við vona að þjófar og græðismenn komist ekki að völdum í þeim einkafyrirtækjum. 

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 9.6.2009 kl. 01:46

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Vá.  Þarna eru 2 sæmilega myndarlegir lögfræðingar að tjá sig um mál sem þeir hafa ekkert vit á.  Það sést nú bæði á þínu málfari og málflutningi að þú ert mjög einföld manneskja Sólveig.  Þú færð örugglega að x-a við déið þitt eftir 2 ár eða svo.  Sælir eru einfaldir.

Guðmundur Pétursson, 9.6.2009 kl. 07:24

4 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Takk kærlega fyrir hrósið Guðmundur. Já sælir eru einfaldir því þeir eru ekki tvöfaldir eins og núverandi stjórn og hjörðin sem fylgir þeim. Vonandi fæ ég að setja X við D miklu fyrr.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 9.6.2009 kl. 13:47

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Þetta voru engin hamingjuár að mínu mati. Fólkið á landsbyggðinni hefur upplifað kreppu síðan kvótinn varð söluvara. Svo skulum við ekkert gleyma hver kom þessu frjálshyggjubatteríi af stað. Þegar hann sá í hvað stefndi átti hann að útbúa lög um einhverskonar þak. Fjölmiðlafrumvarpið var fellt vegna hroka hans. Hefði hann getað komið fram með auðmýkt hefði þetta frumvarp verið samþykkt. Það sjá allir að þetta frumvarp var nauðsynlegt í dag. Ólafur Ragnar vildi ekki skrifa undir en þar var hann að ná persónulegum hefndum á Davíð að mínu mati.

Þú ert stæk Sjálfstæðismanneskja eins og bróðir minn

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.6.2009 kl. 22:32

6 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Já Rósa mín ég er víst stæk Sjáfstæðiskona hef verið það frá unglingsaldri þó var aldrei talað um pólitík heima því foreldrar mínir voru ekki pólitískir. Samt er ég að sjálfsögðu alls ekkert sátt hvernig ýmsir menn  hafa hagað sér undanfarin ár en það má heldur ekki gleyma því er vel var gert. Varðandi kvótann er ég sammála þér enda margir í flokknum ekki sáttir með það mál. En varðandi regluverk í sambandi við bankana og fl. þá hafa vissir græðgismenn komist þar að völdum út um allan heim ekki bara hérna og einhverstaðar las ég að það væri sama hvað regluverkið væri sterkt þá myndu menn með einbeittan brotavilja finna þar smugu sem þeir og gerðu. Ekki ásökum við lögregluna ef brotist er inn einhversstaðar.  

Kær kveðja til þín Rósa

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 10.6.2009 kl. 14:41

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.6.2009 kl. 22:08

8 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Kreppukarl, við skulum spyrja að leikslokum. Hvaða peru ertu annars að tala um?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 11.6.2009 kl. 01:39

9 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Fyndið annars þegar einhver nafnlaus einkenni eru að blogga hjá manni þá veit ég  ekki hvort eigi að svara í alvöru eða ekki því ég hef ekki hugmynd hvern ég er að tala við. Mér finnst þetta svolítið Creepy og spurning af hverju þessir aðilar þora ekki að koma undir nafni.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 11.6.2009 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Veröld Sólveigar

Höfundur

Sólveig Þóra Jónsdóttir
Sólveig Þóra Jónsdóttir

Tilverustigið á jörðinni er mér eilíf ráðgáta

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...939_sxefn-s
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sólveig og Helgi 1961

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband