16.7.2009 | 14:50
VG = svikarar
Þá eru vinstri grænir búnir að sýna sitt rétta andlit. Sviku kjósendur sína. Gaman væri að fá skoðanakönnun núna hvaða stuðning þessi flokkur hefur í ríkistjórn.
Samþykkt að senda inn umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Veröld Sólveigar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli þeir hafi nokkuð fengið val - annað hvort að kingja því sem Samfylking segir, eða gjöra svo vel að fara úr stjórn. Þeir hafa greinilega valið að halda sér í stjórn gegn því að vera sjálfum sér samkvæmir.
Ég er ekkert algjörlega á móti ES-umsókn.. tel litla trú á að Íslandi geti staðið eitt og sér - finnst kannski það mætti hafa verið farin önnur leið í þessu máli.
Ég ætla samt ekki að kjósa VG aftur - einfaldlega vegna þess að þeir eru orðnir eins og Framsókn - hoppa fram og til baka, bara til að sleikja upp stjórnina.
Ekki það, að þeir hefðu alveg mátt vita þetta þegar þeir gengu í stjórn með "S" - annað hvort myndu Evrópusambandsmálin ganga í gegn, eða stjórnin falli. Mér finnst það samt frekjumannslegt af "S" að láta svona - þetta kallast bara kúgun. Og þá er úr vondu að velja.
Þrúður (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 15:56
Til hamningju Ísland, loksins skynsamleg ákvörðun á Alþingi Íslendinga. heldur þú að við séum svo sérstök að við séum merkilegri en Finnar, Damir og Svíar? það er eingöngu verið að hugsa um hagsmuni almennings í þessu máli á kostnað stjórnsýslu sem býður upp á klæikuskap og spillingu. Húsnæðislán lækka um tugir og hundruðir miljóna. 20 miljón króna lán til 40 ára fer úr því að hafa greiðslubyrði upp á 17 falt lánið niður í 1,2 falt, þ.e úr 274 miljónum eftir 40 ár í 24 miljónir. Þetta eru rúmlega 800% munur sem þýðir þá mestu kjarabót sem íslenskum almenningi býðst upp á. Þarna munu færast á hverju ári 228 miljarðar frá auðmönnum til almennings. Mestu frjámagnsflutningar á milli stétta frá upphafi lýðveldisins.
Valsól (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 17:04
Greindarvísitala ristavélar er hærri en Valsólar.
ganjha (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 17:17
Sæl og blessuð
Það er slæmt að láta samstarfsflokk sinn vaða yfir sig eins og var gert í dag.
Höldum áfram hinni góðu baráttu.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.7.2009 kl. 22:17
Ég er VG og voða stolt af þeim að leyfa þjóð sinni loksins að fá tækifæri til að kjósa sjálf um raunveruleg samningsdrög, og ljúka þessari 40 ára þráhyggju!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.7.2009 kl. 23:33
Sæl Þrúður Þetta er einmitt það sem ég er að segja ef þeir fórna sínum málefnum bara til að vera í stjórn þá finnst mér VG vera búin að missa sinn trúverðugleika. Valsól Auðvitað hefur þú rétt á að hafa þína draumsýn en hún er þín en ekki mín. Gangjaha Takk fyrir innlitið. Rósa mín Þennan flokk kaustu sjálfsagt í góðri trú, en svo bregðast ............... Anna Ég skil þig ekki, af hverju kaustu VG nema málefnanna vegna sem þeir svo sviku. Dóra mín Þú segir allt sem ég vildi segja. Þakka öllum innlitið. Mín skoðun er sú að Steingrimur J og félagar hans flestir í VG (ekki allir) séu búnir að slátra sinni pólitísku framtíð. Punktur. Ég er ekki EBS sinni og finnst alls ekki tímabært að eyða orku og fjármunum að fara í viðræður núna. Þessu hefði mátt fresta. Akkúrat núna þarf að bjarga fólkinu og fyrirtækjunum í landinu.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 17.7.2009 kl. 22:04
Sæl mín kæra.
Nei ég kaus ekki þessa flokka, ég skilaði auðu.
Flokkurinn sem ég hef oftast kosið brást þjóðinni með sukki og svínaríi.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.7.2009 kl. 22:12
Sælar.
Ég vil benda ykkur á Samtök Fullveldissinna sem nýtt og ferskt stjórnmálaafl.
Axel Þór Kolbeinsson, 18.7.2009 kl. 19:37
Sæl og blessuð.
Það er nú mitt álit að allir, þingmenn jafnt og aðrir, hljóti að vera ábyrgir fyrir því sem þeir gera og þurfi ekki að láta undan þrýstingi frekar en þeir vilja.
Fólk sem er kjörið á þing á, að mínu áliti, að tala sínu máli, taka sínar ákvarðanir og standa eða falla með því.
Mér finnst fólk eigi að vera sjálfu sér samkvæmt, í flokksstarfi, á landsfundum, í nefndum og á Þingi
Ég veit að það er æskilegt að fólk fylgi settri stefnu sinna flokka, en ef það hefur haft skoðun, og látið hana í ljósi í öllu starfi, en sú skoðun hefur ekki orðið ofan á í stefnumótun flokksins, þarf ekki að koma á óvart þó sá þingmaður kjósi að sitja hjá.
Annar hef ég kosið að segja sem allra minnst um pólitík á þessum vettvangi.
Bestu kveðjur,
Hólmfríður Pétursdóttir, 18.7.2009 kl. 21:46
Axel takk fyrir innlitið, á eftir að kynna mér betur þessi samtök. Takk fyrir innlitið Hólmfríður held við séum nokkuð sammála í aðalatriðum.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 22.7.2009 kl. 04:59
þvílík viðbrögð hjá þér Sólveg .. við að einhver er þér ósammála.
þvílíkur brandari.
ThoR-E, 29.7.2009 kl. 15:56
Þetta er ekki spurning um að vera sammála eða ekki Acer. Þetta er spurning um að taka tillit til tilfinninga annara. Það sem við vorum að fjalla um annars staðar kemur inn á þessi mál. Þú gerir lítið úr ótta fólks í sambandi við náttúruhamfarir og telur fjármálahamfarir séu meira ógnandi. Vissulega er ástandið í þjóðfélaginu ógnadi ég ásamt fleirum höfum upplifað og erum að upplifa það. En þar er ekki verið að ógna lífi manns beint. Ef færi að gjósa t.d. nálægt höfuðborgarsvæðinu sem getur skeð, hvort heldur þú að fólk hefði meiri áhyggjur af a) fjármálum b) lífi sínu og afkomenda? Ég bý reyndar á Reykjanesinu og þar getur komið gos líka. Í mínum huga er engin spurning, líf okkar og heilsa er miklu mikilvægari en peningar og eða skuldir geta nokkurn tíma orðið. Ef þú lest bloggið mitt þá missti ég allt veraldlegt í góðærinu en það er hreinlega ekki það versta í lífinu. Það versta í lífinu er að missa ástvini sína og heilsu. Heldur skil ég ekki hvað þú ert að verja þennan svokallaða sjáanda því ef ég væri sjáandi (sem ég er betur sem fer ekki) þá myndi ég ekki segja besta vini mínum árið, mánuðinn, klukkustundina, mínútuna sem hann myndi deyja, ég gerði honum engan greiða með því heldur þvert á móti myndi ég vekja með honum ástæðulausan ótta því enginn getur séð svona hluti fyrir upp á mínútu. Og að spá svona opinberlega eins og þessi kona er mjög ábyrgðarlaust og hreinlega meiðandi. Svo þoli ég ekki hrokafullt fólk. Punktur.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 29.7.2009 kl. 21:19
Skil þig.
held að hún hafi ekkert hugsað út í þessi manneskja að fólk yrði skelkað ... en svona eftir á er það auðvitað óskup eðlilegt miðað við nýlegan skjálfta sem og 17 júní skjálftan stóra.
ég er svosem ekki að verja þennan sjáanda eitthvað frekar, en skoðanir og trúr fólks í þessu landi eru misjafnar eins og fólkið er margt. Það eru margir sem trúa á svona, ég er reyndar ekki einn af þeim og sjálfsagt að virða skoðanir þeirra.
en ef fólk hefur brugðist svona við þessu sem hún sagði, sbr. á bylgjunni og í þessu viðtali á Vikunni að þá náttúrulega er það ekki nógu gott.
en hvað varðar svar mitt á síðunni um þetta mál að þá hefði ég svarað öðruvísi, best að orða það þannig, ef ég hefði gert mér grein fyrir að þetta varst þú, áður en ég sendi athugasemdina í gegn.
ekki fyrsta skiptið sem ég geri þau mistök, en viðbrögðin hjá þér við því voru kannski soldið hörð .. miðað við að ég baðst forláts á því, bæði á þeirri síðu sem og í skilaboðum.
en nóg um það.
kær kveðja
ThoR-E, 29.7.2009 kl. 21:59
Acer ég virði það við þig þ.e. svarið sem ég fékk ( á annari bloggsíðu) en áður en það skeði þá henti ég þér út sem bloggvini. En þar sem ég sé að þú getur skilið tilfinningar annara, ekki misskilja mig þú mátt og átt að vera ósammála öllu er viðkemur öllu veraldlegu pólitík og þess háttar. Mig langar ekkert til að eiga bloggvini sem eru mér sammála langt í frá þá væri ekkert gaman að ræða saman. Ef þú vilt vera bloggvinur minn aftur þá myndi ég gjarnan vilja það. Þú ræður.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 29.7.2009 kl. 22:27
Að sjálfsögðu :)
ThoR-E, 30.7.2009 kl. 12:25
Sendi þér vinabeiðni í kvöld er í vinnunni.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 30.7.2009 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.