Einelti

Þetta kalla ég einelti af verstu sort, að ráðast gegn einum manni. Ungur nemur gamall temur. Er það svona sem þið alið börn ykkur upp. Engin furða þó einelti sé vandamál á Íslandi.  Held að við Íslendingar ættum að virkja kraft okkar í  mótmæli gegn Breskum ráðamönnum. Allavega er ég búin að ákveða að ég ætla ekki að kaupa breskar vörur. Ég vil ekki styðja land sem kallar okkur terrorista.
mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er þetta einelti. Múgæsing af verstu sort. Og það skrýtna er að það er Jón Baldvin sem er smiðurinn að kerfinu sem skóp útrásarleiðirnar og lausungina með því að keyra ofan í kokið á okkur samninginn um evrópska efnahagssvæðið og allar reglur sem honum hafa fylgt, m.a. um bankastarfsemi. Og Davið greyið, sem síðustu ár hefur varað við hættunni af útrásinni og stækkun bankanna hefur verið úthrópaður í Baugsmiðlunum fram á síðasta dag. Í ræðu og riti hefur hann varað við þróuninni - og örugglega á bak við tjöldin líka. Eru þetta þakkirnar sem karlinn fær? Nær væri að sumir forkólfar mótmælanna ræddu betur við sitt heimafólk!

Teddi (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:49

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Sammála þér Teddi. Heyr Heyr

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 18.10.2008 kl. 18:09

3 identicon

Málefnaleg gagnrýni á einhvern sem hefur skaðað Ísland er ekki EINELTI. Hins vegar er það meðvirkni að vorkenna stöðugt mönnum í valdastöðum, sama hvað þeir hafa gert af sér.

ab (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 19:00

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Var ekki dóttir Jons B ein af aðalsprautunum í mótmælunum bregður fé til fóstra var oft sagt

Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.10.2008 kl. 20:35

5 identicon

þú ert sem sagt með Stockholmsheilkennið greyið mitt - þér er vorkunn,

Alla (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 21:08

6 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ab Ég tel þetta  ekki málefnalega gagnrýni og ég vorkenni ekki Davíð Oddssyni enda tel ég ekki að hann sé rót alls vanda okkar Íslendinga. 

Jón alveg rétt hjá þér. 

Alla Ég hef séð þín komment víðar og veit þú ert ein af þessum mótmælendum greyið mitt þér er vorkunn.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 18.10.2008 kl. 21:22

7 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Svona talar bara sauiðfénaður Sólveig, þér með þína þrælslund er vorkunn, ekki þeim sem standa upp og þora, vertu maður en ekki mús kona,

Georg P Sveinbjörnsson, 19.10.2008 kl. 04:14

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Sauðfénaður vildi ég sagt hafa, aumkunavert er það þar sem það er leitt brosandi til slátrunar.

Georg P Sveinbjörnsson, 19.10.2008 kl. 04:15

9 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Georg ég þori og ég mótmæli ef mér er misboðið. Í rauninni er ég mjög róttæk hvað það varðar. En að halda það í alvöru að allt þetta ástand sé Davíð Oddssyni að kenna tel ég fráleitt. Það er mín skoðun. Það má margt um mig segja en þrælslunduð hef ég aldrei verið.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 19.10.2008 kl. 14:54

10 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það er bara útúrsnúningur að þetta snúist bara um Davíð, hinsvegar þarf að byrja á Seðlabankastjórninni eins og hún leggur sig fyrst að þeir sofandi sauðir hafa ekki manndóm til að segja af sér sjálfir.

 Gott að heyra að þú sért róttæk, það eru góðir mannkostir í mínum huga og ég biðst afsökunar á að hafa kallað þig sauðkind eða þræl, alger óþarfi af mér og vanstillt mjög

Georg P Sveinbjörnsson, 19.10.2008 kl. 15:29

11 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Afsökun móttekin Georg. Ég persónulega vil að allt verði rannsakað frá A til Ö af erlendum áháðum aðilum.  Ég vil finna sökudólga og ég er ekki sátt við þessi skilaboð að nú eigi allir að vera svo góðir við hvern annan og bla bla því í fyrsta lagi hef ég aldrei upplifað neitt góðæri og er ekki sátt við að arfleiða börn mín og barnabörn að þeim skuldum sem óhjákvæmilega lenda á þeim vegna græðgi og skammsýni annara aðila.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 20.10.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Veröld Sólveigar

Höfundur

Sólveig Þóra Jónsdóttir
Sólveig Þóra Jónsdóttir

Tilverustigið á jörðinni er mér eilíf ráðgáta

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...939_sxefn-s
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sólveig og Helgi 1961

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband