Hvar værum við ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki verið við lýði undanfarin 18 ár

Við værum líkast til ennþá á sauðskinnskónum nælandi okkur í einhver sjáfbær verkefni eins og VG kýs að orða það, skil ekki alveg hvað þeir eru að meina.Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki komið að völdum  Þá  hefði aldrei  verið neitt góðæri, við hefðum ekki átt svona mikið  af menntuðu  fólki og fleira mætti telja Sjáflstæðisflokknum  til  framdráttar. Já hvar værum við kæru Landar ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki bjargað okkur fyrir 18 árum úr klóm vinstriafla. með sín boð og bönn og gífurlega skatta (Þið sem hafið aldur til munið eftir Óla Grís sem Skattmann) Þetta var árið 1991 að Viðreisnarstjórnin tók við af vonleysisstjórn vinstri afla. Þá var verðbólgan um 100% og við erum að kvarta í dag með verðbólgu um 20%. En ég er samt ekki viss í fyrsta skipti á ævinni hvað ég á að kjósa.

1 Vinstri Grænir.

Nei takk. Heimilin og fyrirtæki þola ekki meiri skattheimtu en er nú til staðar.  Auk þess hafið þið engin úrræði fyrir heimilin . Afleit úrræði fyrir fyrirtækin.

2. Framsóknarflokkur.

Já mér líst vel á ykkar málefni. Lækka skuldir heimilanna um 20% það er sanngjarnt. Svo hafið þið ágætis úrræði fyrir fyrirtækin líka.

3. Sjálfstæðisflokkurinn.

Þetta er flokkurinn minn. Ég held ég gefi honum frí í 4 ár   kannski er ekki viss.

Frjálslyndi Flokkurinn.

Eru með öll málefni sem mér líkar, verst hvað þeir hafa lítið fylgi.

 Hreyfingarnar tvær: Borgar og Lýðræðis, sammála í mörgu. Þyrfti samt margt að breytast til að þið gætuð starfað að einhverju viti. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Löve.

Bíddu við. Hvar varst þú fyrir 18 árum? Skattar hafa hækkað um helming eftir 18 ára valdatíð íhaldsins. Hver er að fóðra þig með þessari dellu? Eða, er minnið eitthvað að gefa sig? Eða, borgar þú bara fjármagnstekjuskatt?

Davíð Löve., 23.4.2009 kl. 00:01

2 Smámynd: Brattur

Þú ert bara að djóka, er það ekki?

Brattur, 23.4.2009 kl. 00:12

3 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Nei ég er bara launþegi Davíð. Ég er kannski eldri en þú og man þá tíð þ.e. skattatíð þegar vinstristjórnin var. Það var ekki gott.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 23.4.2009 kl. 00:14

4 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Nei Brattur ég er ekki að djóka. Þú ættir nú að vera það gamall (ungur) að muna tímabil vinstristjórna. :)

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 23.4.2009 kl. 00:16

5 Smámynd: Brattur

Ég man líka eftir Kreppunni miklu árið 2008 sem var í boði Sjálfstæðisflokksins... því segi ég;

ALDREI AFTUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR!!!

Brattur, 23.4.2009 kl. 00:32

6 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Brattir Sjálfsætðisflokkurinn kom okkur útúr höftum sem voru við lýði hér áður fyrr. Við megum ekki gleyma því. Kreppan í boði Sjálfstæðisflokksins er ekki einskorðuð við Ísland. Þetta er alheimskreppa og það sama skeði hér og allstaðar græðgismenn komust að völdum. Þetta er bara ekki að ske á okkar litla Íslandi þettar er að ske um allan heim. Horfðu bara á erlendis fréttastöðvar.  Fyrir utan það þá hefði engu máli skipt hvaða stjórnmálaflokkur hefði verið við völdin, hrunið hefði komið.  

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 23.4.2009 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Veröld Sólveigar

Höfundur

Sólveig Þóra Jónsdóttir
Sólveig Þóra Jónsdóttir

Tilverustigið á jörðinni er mér eilíf ráðgáta

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...939_sxefn-s
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sólveig og Helgi 1961

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 486

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband