Hvað er í gangi hér?

Ef þetta er satt sem ég tek með vissum fyrirvara. Ef þetta er satt þá spyr ég hvað er í gangi hér á Íslandi í dag? Hvernig í and.... getur þessi persóna fengið svona lán? Er þetta ekki maðurinn sem sér eftir öllu saman og ætlar að borga þjóðarbúinu til baka, hann gerir það ekki með því að yfirveðsetja eignir sínar. Hvaða fífl lánar svona manni, manni sem er einn mesti svikahrappur Íslandssögunnar.
mbl.is Jón Ásgeir fékk 440 milljónir króna að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Arnar

Svarið er jú þetta er bilað þjóðfélag eins og oll yfirblokk/stjórnun Íslands var/er/ og verður án borgarauppgjörs sem kostar fyrir ykkur því miður

Jón Arnar, 29.4.2010 kl. 21:37

2 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Hann hefur lánað sér þetta sjálfur! Hvaða maður með fullu viti heldur þú að láni Jóni? Hann hefur komið með þessa peninga utanlands frá,úr skatta skjólinu sínu.Nei ég veit það ekkert,enn hvað á maður að halda? :)

Þórarinn Baldursson, 29.4.2010 kl. 21:37

3 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Það er einmitt það sem við erum að fá fram hér á Íslandi þ.e. nýtt Ísland án spillingar en ég get ekki séð betur en sama spilliningin sé við lýði, því miður. Takk fyrir innlitið Jón Arnar

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 29.4.2010 kl. 22:03

4 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ég veit ekki heldur Þórarinn, skil ekki hver myndi lána svona manni.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 29.4.2010 kl. 22:04

5 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Takk fyrir innlitið Þórarinn

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 29.4.2010 kl. 22:04

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Það gengur illa þykir mér að moka flórinn. Spillingin grasserar ennþá og samt er Jóhanna og Steingrímur við völd. Greinilega ekkert betri en aðrir sem hafa haldið um stjórnartauma íslendinga.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.4.2010 kl. 22:05

7 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Sæl Rósa mín og takk fyrir innlitið. Nei þessari spillingu verður seint útmokað, því miður. Ég vonaði að hér kæmi nýtt og óspillt Ísland, en nei því er ekki að fagna. Jóhanna og Steingrímur virðast ekki ráða við ástandið. Þau gera bara illt verra.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 29.4.2010 kl. 22:19

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sammála, þau eru sko ekki að standa sig í því hlutverki sem þau tóku að sér. Ég vil sjá Þjóðstjórn - Burtu með þennan fjórflokk.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.4.2010 kl. 22:26

9 identicon

Ha ha, þetta er svo mikill skrípaleikur.  Skrípi skrípi, ... haha.  Þvílíkir trúðar ÞESSIR MENN (og konur).

Ég hlakka til að sjá hvað gerist næst.  Þetta er svo mikil langavitleysa af bröndurum og svo rosaleg snilld hvernig þeir tímasetja öll atriðin.

Þetta er hinn fyndnasti skrípaleikur. Orðinn mikklu betri en breskur húmor.  Og að hugsa sér að allur þessi skrípaleikur skuli að vera að gerast í alvörunni!   Monty Python og The Office voru ekki í einu sinni alvörunni, bara í þykjustunni - take that British comedians!

Nei enn svona í alvörunni,

þetta er auðvitað bara öllum Pólverjunum að kenna...

Eggert (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 23:12

10 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Sammála þér þar Rósa. Burt með fjórflokkana!!!

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 29.4.2010 kl. 23:21

11 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þjóðstjórn mun engu breyta.

Það yrði eins og Suður-Afríka eftir Apartheit, allir gegn öllum í blóðugu st´riði....

Óskar Guðmundsson, 29.4.2010 kl. 23:34

12 identicon

Sæl Rósa,Sólveig og Óskar. Því miður virðist það vera mjög almennur miskilningur hvað þjóðstjórn er. Í, sem styttstu máli. Er þjóðstjórn, þar sem allir þeir stjórnmála flokkar, sem á Alþingi sitja. Ætla að reyna að vinna saman af heilum hug að framgangi allra góðra mála. Hvaða íslendingur treystir Alþingismönnum, sem kosnir voru á vegum stjórmálaflokkanna til þess? Nánast enginn nema afæturnar. Ég held að þið séuð í raun að biðja um utanþingsstjórn. Í ríkistjórn Íslands í dag, sitja tveir utanþingsmenn. Dómsmálaráðherrann og bankamálaráðherrann. Eru þetta ekki nánast einu mennirnir, sem þjóðin getur sameinast um ? Og nú vill alþingi losa sig við þá, finnst þeir vera til travala. Nei enga þjóðstjórn. Heldur burt með misindismennina af alþingi íslendinga. Og fáum hreina utanþingsstjórn. Við eigum næga nægilega heiðarlega menn til að skipa hana. Þá fyrst verður því bjargað, sem bjargað verður.

Jón Aðalbjörn Bjarnason (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 08:35

13 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hef bent á það og bendi á það aftur að utanþingsstjórn er það eina í stöðunni sem hugsanlega getur gert eitthvað. Flokksræðið hefur yfirtekið lýðræðið og einkavinavæðingin er algjör!

Sigurður Haraldsson, 30.4.2010 kl. 10:30

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jón Aðalbjörn.

Veit þetta og teldi það betri möguleika en eins og það hefur verið.

Besti kosturinn væri að fá að kjósa fólk sem er ekki flokksbundið. Ef við gætum valið af lista og þeir sem fá flest atkvæðin eru kjörnir. hef aldrei þolað þessa flokkspólitík í hreppsnefnd eins og hér á Vopnafirði. Meirihlutinn hefur oft unnið í sama anda og einsræðisherrann Davíð Oddsson í staðinn fyrir að allir fulltrúarnir séu að vinna að málefnum okkar. Nei í staðinn eru þrír af sjö fulltrúum í stjórnarandstöðu og fá ekki að lyfta litla fingri til hjálpar byggðalaginu. Væri ekki viskulegra að nota alla þá þekkingu sem allir sjömenningarnir hafa í staðinn fyrir að þrír þeirra eru verklausir en allir að vilja gerðir. Vona að ég hafi skýrt þetta nógu vel.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.4.2010 kl. 18:57

15 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Takk fyrir innlitið Eggert, Óskar og Sigurður. Ég vil bara fá fjórflokkanna  burt. Kannski er utanþingstjórn lausnin. Ég veit bara það að almenningur vill sjá nýtt Ísland, án spillingar. En eins og pistill minn ber með sér er spillingin enn til staðar. 

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.5.2010 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Veröld Sólveigar

Höfundur

Sólveig Þóra Jónsdóttir
Sólveig Þóra Jónsdóttir

Tilverustigið á jörðinni er mér eilíf ráðgáta

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...939_sxefn-s
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sólveig og Helgi 1961

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband