16.10.2009 | 23:00
Maður líttu þér nær
Það vantar ekki hrokann í þennan prest Gunnar Björnsson. Held hann ætti að líta sér nær og hafa manndóm til að segja af sér embætti sem prestur til frambúðar. Hann virðist vera haldinn algerri siðblindu þar sem hann sér sjálfan sig sem fórnarlamb en sér ekki sannleikann í málinu. Þó dómstólar dæmi hann ekki sekan samkvæmt lögum þá er hegðun hans á mjög svo gráu svæði. Svo ætlar Árni Johnsen að tala máli hans. Já haltur leiðir blindan, það má nú segja. Siðblindan er á fullu á Íslandi í dag. Erum við ekki búin að fá nóg af spillingu eða sækjumst við eftir henni? Er íslenska þjóðin svo spillt að henni er ekki viðreisnar von? Maður spyr sig.
Hörð gagnrýni á biskupinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Veröld Sólveigar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sæl vertu, hvernig getur þú sagt að þessi séra hafi brotið af sér í starfi? það hefur alls ekkert sannast á manninn? þess vegna segi ég að ekki skuli dæma mann eða konu fyrr en sekt sé sönnuð!
Guðmundur Júlíusson, 17.10.2009 kl. 00:49
Visir.is 19. mars 2009: Dómurinn taldi sannað, með framburði ákærða og stúlknanna, að ákærði hefði átt þau samskipti við stúlkurnar sem í ákæru greindi og fólust meðal annars í faðmlögum, strokum og kossum."
Segir þetta ekki allt sem segja þarf? Eða þarf eitthvað að útskýra það nánar?
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 17.10.2009 kl. 01:30
finnst þér að gott faðmlag, eða þá koss á kinn sé sakavert? ef þér finnst það, þá er illa komið fyrir þjóðarsálinni!
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 01:56
Nei mér finnst faðmlag og koss á kinnina ekki sakavert en ef það er gert þannig að það valdi öðrum blygðunarkennd þá er það ekki viðeigandi. Ef ég ímynda mér mig sjálfa sem unglingsstelpu í fermingarfræðslu þá myndi ég ekki kæra mig um að presturinn kæmi þannig fram við mig. Það er nú einusinni þannig að þú bannar barninu þínu að fara upp í bíl með ókunnugum mönnum en þú bannar barninu þínu ekki að fara upp í bíl með afa sínum. Afinn má kyssa og knúsa en það mega ókunnugir ekki enda er það ekki eðlilegt. Svo er líka spurning hvort klappað sé á bak eða bossa, það er tvennt ólíkt.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 17.10.2009 kl. 02:34
Ef ég vill ekki faðmlag og koss frá gömlum kalli þá er það ógeðslegt. Aumingja stelpurnar.
linda (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 08:53
Alltaf farsælast að virða kynslóðabilið. Fullorðnir karlmenn eiga að káfa á fullorðnum konum en láta stelpustrýturnar í friði enda hafa þær ekkert utan á sér sem gaman er að káfa á. Raunsætt mat.
Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 11:20
Sólveig, skrif þín um þetta mál hér og í athugasemdakerfum annarra eru þér mjög góður vitnisburður. Sammála hverju orði sem þú hefur látið frá þér um þetta!
halkatla, 17.10.2009 kl. 12:06
Ef kennari hefði átt hér í hlut, en ekki prestur, hefði honum verið vikið úr starfi tafarlaust og fengi aldrei aftur starf þar sem hann þarf að umgangast unglinga eða börn.
Brot í starfi þarf ekki að vera brot á landslögum.
Hólmfríður Pétursdóttir, 17.10.2009 kl. 17:44
Rétt hjá Hólmfríði. Í vissum fyrirtækjum væri það til dæmis brot í starfi að mæta til vinnu í gallabuxum.
Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 18:17
Þakka öllum innlitið.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 17.10.2009 kl. 21:29
Sæl Sólveig mín
Leitt að hafa ekki hitt þig í Keflavík nýlega en ég hef ekki gefið upp vonina þar sem hluti af fjölskyldu þinni á heima í nágrenni við mig.
Sr. Gunnar er sekur. Faðmlög, kossar og strokur eru viðurstyggð ef annar aðilinn hefur ekki gefið leyfi til slíks. Ég þekki eitt af fórnarlömbum Séra Gunnars.
Dómskerfið hér á Íslandi er ekki til fyrirmyndar. Ísland er því miður algjört Bananalýðveldi en vona að það eigi eftir að lagast.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.10.2009 kl. 10:25
Rósa, varla viltu nú láta höggva hendurnar af manngarminum.
Baldur Hermannsson, 20.10.2009 kl. 11:05
Sammála þér Rósa og Ísland er svo sannarlega bananalýðveldi eins og það er og hefur verið, vona líka að það lagist. Ég held það myndi ekki gagnast Gunnari neitt að höggva af honum hendurnar Baldur minn, mein hans er annarstaðar staðsett.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 21.10.2009 kl. 01:42
Sæll Baldur
Hvergi í textanum mínum stendur að ég vilji láta höggva hendurnar af Séra Gunnari og ekki heldur af þér. Er ekki allt í lagi heima hjá þér.
Aftur á móti vil ég að hann hætti sem prestur.
Vertu Guði falinn fagra skáld eða átti kannski að standa hér "Gróa á Leiti"?
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.10.2009 kl. 13:57
Rósa, þú hefur greinilega ekki lesið Biblíuna nýlega og kannski aldrei.
Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 14:13
Baldur útskýrðu nánar.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.10.2009 kl. 17:32
Rósa, Matteus 5, 6, 27. Það eru hendurnar sem tæla þennan manngarm til falls þótt auðvitað megi færa gild rök fyrir því að hegðun handanna eigi upptök sín í heilanum og tengist óneitanlega hinum sérstaka lim karlmannsins. Það þýðir ekkert að atyrða dómskerfið - nema þú viljir harðari refsingar en hann hefur þegar fengið. Hæstiréttur gerði hárrétt í því að sýkna hann af siðferðisbroti en það er hafið yfir vafa að hann gerðist sekur um brot í starfi og það gengur ekki að hafa hann lengur í embætti sóknarprests.
Lestu svo Biblíuna ef þú átt hana og minnstu þessa: dæmið eigi svo þér verðið eigi sjálfir dæmdir.
Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 17:49
Ég efast ekki um að Rósa þekki Biblíuna betur en margur annar. Það er ekki þar með sagt Baldur að fólk sem er trúað geti ekki haft sínar persónulegu skoðanir og tjái sig um þær, annað væri fáránlegt. Gunnar Björnsson var sýknaður af kynferðislegri áreitni en framkoma hans var á það gráu svæði að ef ákæran hefði verið orðuð öðruvísi hefði hann sjálfsagt verið fundinn sekur. Svona virkar lagakerfið almennt. Það þarf að ákæra á réttum forsendum til að fá réttan dóm. Síðasta setning þín til Rósu finnst mér dónaleg í hennar garð og hún á hana ekki skilið og finnst mér þú ættir að biðja hana afsökunar. Svo er þessi setning "Dæmið eigi svo þér verðið eigi sjálfir dæmdir" ofnotuð klisja ætluð til að klekkja á trúuðu fólki. Hvað eiga þá t.d. trúaðir dómarar að gera, sýkna alla?
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 22.10.2009 kl. 01:49
Sólveig Þóra Jónsdóttir, ég kem fram við fólk hreint og beint og segi mína skoðun undanbragðalaust og þess vegna kann ég því illa þegar einhverjar kerlingar úti í bæ kalla mig "Gróu á Leiti".
Vertu sæl forever. Ég er hættur að vakta þessa keðju.
Baldur Hermannsson, 22.10.2009 kl. 01:55
Ég veit ekki hvað Rósa meinar með "Gróa á Leiti" sammála þér í því.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 22.10.2009 kl. 01:58
Sæl og blessuð Sólveig mín.
Ég sé að það er búið að vera fjör á síðunni þinni. Mér fannst svo leiðinlegt þegar Baldur kom með þessa setningu: "varla viltu nú láta höggva hendurnar af manngarminum."Ég hafði ekki nefnt neitt um að höggva hendur af neinum en mér finnst Séra Gunnar eigi alls ekki að þjóna sem prestur lengur. Vinkona mín er 43 ára í dag en hún varð fyrir áreitni af hálfu prestsins á fermingarárið sitt. Þannig að þú getur séð að þessi hegðun hans hefur viðgengist í marga áratugi.
Ég skrifaði Gróa á Leiti þar sem mér fannst Baldur Hermannsson vera að búa mér til skoðanir - sögusagnir, eins og að höggva hendur af presti. Það er alls ekki mín skoðun að það eigi að höggva hendur af einum eða neinum en það á að reyna að stöðva menn eins og Gunnar. Þessir menn eru veikir og þurfa á læknishjálp að halda.
Mér þykir leiðinlegt að Baldur skildi vera að senda sneiðar til mín á þinni síðu en ég mátti bara til að vera mig. Finnst leiðinlegt þegar það er verið að búa til eitthvað um mig sem stenst ekki. Kannski er ég að misskilja eitthvað og þá þykir mér það miður.
Þegar ég kvittaði hjá þér minntist ég ekkert á þá aðila sem voru búnir að kvitta hjá þér. Fannst mér ekkert koma við þeirra innlegg til þín.
Fyrirgefðu mér að ég skildi verja hendur mínar.
Guð veri með þér og einnig með Baldri.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.10.2009 kl. 18:20
Ég er sammála þér varðandi séra Gunnar enda skrifaði ég þennan pisil til þess. Það er ekkert að því að þú skyldir verja þig, ég kom þessari setningu þinni "Gróa á Leiti" bara ekki í samhengi við kommentið þitt. Baldur var bloggvinur minn en fór út af þessari setningu. Hann má fara mín vegna mér líkar ekki við dramadrottningar og allra síst geng ég á eftir þeim. Fara þeir sem fara vilja og veri þeir sem vera vilja.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 24.10.2009 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.