8.8.2009 | 01:00
Saving Iceland or not
Það sem við Íslendingar þurfum síst á að halda eru öfgvahópar eins og þessir (Saving Iceland) því þeir eru að vinna á móti okkur. Það er verið að gera eignaspjöll hjá forráðamönnum Alcoa. LOL gerir fólk sér grein fyrir því að álið er að gefa okkur gjaldeyri inn í landið. Fólki eins og þessu er ekki sjálfrátt. Saving Iceland eru öfgvasamtök sem vinna á móti hagsmunum Íslendinga.Burtu með svona rumpulýð.
Mótmælendur handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Veröld Sólveigar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða vanþakklæti er þetta. Þetta fólk er að bjarga ykkur með því að vekja ykkur upp til lífsins. Vinur er sá er til vamms segir. Eins og Norðurlöndin sem vilja ekki lána spilafíklum meira fé.
Þorri Almennings Forni Loftski, 8.8.2009 kl. 01:04
Hættu þessu bulli Þorri. Þetta fólk er ekki að bjarga einu eða neinu þetta fólk er bara að mótmæla til að mótmæla sumt hvert veit ekki einusinni hverju þau eru að mótmæla í raun.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 8.8.2009 kl. 01:10
Hvernig þykist þú vita það, Sólveig? Afstaða þín virðist ansi fordómafull. Eða ertu innundir hjá Saving Iceland?
Þorri Almennings Forni Loftski, 8.8.2009 kl. 01:16
Ég hugsa bara rökrænt Þorri. Álið er að gefa okkur gjaldeyri. Ég hef kannski misskilið þig Þorri ég hélt að þú værir að tala fyrir hönd (saving Iceland) Ég persónulega er með áliðju því það bæði veitir fólki vinnu og gefur okkur gjaldeyri. Það sem við Íslendinar þurfum að hugsa fyrst og fremst um í dag að fólk hafi vinnu og að flytja meira út en við flytjum inn.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 8.8.2009 kl. 01:26
Þorri, þú lítur nú út fyrir að vera meiri kalkhausinn af skrifum þínum. Trúir því einu að löggan sé vond við alla. Það kann kannski að vera að þú hafir einhverja slæma reynslu en sá sem spilar sína skák viljandi þannig að hann komi til með að tapa henni og gera sig að blóraböggli fær ekki mína samúð. Það skín í gegn hvaða leik þessir skemmdarvargar hjá Saving Iceland eru að spila. Og það eru réttmæt handtökin sem lögreglan beitir gegn þeim.
P.s. Ég vona að þér batni Þorri. Þú hlýtur að eiga sárt um að binda. Góðar stundir.
Kristinn (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 01:37
Samkvæmt ýmsum upplýsingum gefur álið ekki það mikinn gjaldeyri að fórnarkostnaðurinn sé þess virði. Við eigum ekki að vaða blint í sjóinn með skammtímahagsmuni í huga eins og tímabundna atvinnu og skammvinna þenslu. Á kostnað komandi kynslóða og náttúrunnar. Stórfyrirtækin eru mjög varasöm og ekki er það æskilegt að landið verði endanlega háð þeim og álframleiðslu. En ég virði þínar skoðanir því flest myndum við okkur viðhorf á ólíkum forsendum. En sleggjudómar eru hvimleiðir og alltof algengir í bloggheimum.
Þorri Almennings Forni Loftski, 8.8.2009 kl. 01:40
"Samkvæmt ýmsum upplýsingum gefur álið ekki það mikinn gjaldeyri að fórnarkostnaðurinn sé þess virði."Segir þú Þorri. Ég tel ekki mark á svona ýmsmum upplýsingum. Ég vil fá að sjá alvöru upplýsingar um þau mál til að geta fjallað um það. Ég virði þínar skoðanir líka en þetta eru bara mál sem getur skipt okkur Íslendina verulega miklu máli og ég er sammála þér að við þurfum að fara varlega. En ef þetta stóra ef við förum í EBS þá þurfum við ekki að pæla í þessu lengur því þá verður þetta allt tekið af okkur.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 8.8.2009 kl. 01:52
Takk fyrir innlitið Kristinn
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 8.8.2009 kl. 02:00
Sæl Sólveig mín
Algjörlega samála þér. Burtu með þennan rumpulýð.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.8.2009 kl. 02:03
Sæl Rósa gaman að sjá þig . Þú er facebook vinur stjúpdóttur minnar sá ég gaman að því. Heimurinn er lítill.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 8.8.2009 kl. 02:05
Kristinn: Ég vorkenni þér. Þú ert svo ferkantaður og svarthvítur samkvæmt orðnotkun þinni eins og ,,kalkhaus". Sjúklega ofbeldissinnaður með því að telja ofbeldi vera réttmæt handtök. Rúsínan í endnaum hjá þér er hin séríslenska ,,röksemdafærsla" að ásaka þá sem eru me önnur (þér annarleg) sjónarmið að vera geðveikir eða að eiga um sárt að binda. Ekki væri æskilegt að láta sér batna ef þú telur ig heilbrigðan. Þú ert það illa forriataður að það er tímaeyðsla að ,,rökræða" við þig. Auðvitað er lögruglan ekki vind við alla þrátt fyrir hópþrýsting og vinnu hennar fyrir valdhafanna. Nei, mínir víðfemu heimar eru ekki svarthvítir eins og þín litla einhliða veröld.
Gaman að vita að ég hreyfði við þér, það er einmitt tilgangurinn. Þótt í þinu tilviki sé það vonlaust þar sem þú ert það fast forritaður, alveg löngu lokaður og læstur. Þú hlýtur samt ennþá að vera jafna þig eftir afhjúpanhrynuna þótt í afneitun sért.
Rósa: Samkvæmt orðum þínum ertu sjálf rumpulýður sem fer brátt að deyja út og það getur ekki verið aðlaðandi guð sem þú kallar yfir fólk. Kannski hinn blóðþyrsti og öfundsjúki herguð hinna fornu Hebrea er bráðlega burtkallar þig til sín.
Nýjasta nýtt varðandi lögrugluofbeldið við iðnaðarráðuneytið og Hverfisgötu.
Ég hef nú heyrt í sjónarvottum og hlustað á vitnisburð þáttakenda. Þar fer ekki milli mála að lögruglan átti frumkvæðið að ofbeldinu. Ekki var um að ræða neitt höfuðspark eða barefli gegn lögruglu. Þetta kemur ekki á óvart með hliðsjón af lygaáróðri lögruglurnar. Þetta ríkisapparat teygir sig ansi langt í ósvífninni.
Mér skilst að ótvíræð sönnunargögn verði birt á morgun, laugardag.
En það er auðvitað hneisa, að málgagn valdstjórnarinnar skuli lepja þetta upp eftir Lygadeildinni við Hlemm. En sannar og segir margt um hvurslags ríki við búum í.
Þorri Almennings Forni Loftski, 8.8.2009 kl. 02:22
Heimur ykkar er augsýnilega þröngur og lítill. Eins og þú segir sjálf Sólveig.
Þorri Almennings Forni Loftski, 8.8.2009 kl. 02:23
Rólegur á því Þorri minn. Ég þekki Kristinn ekki neitt en samt er ég sammála honum. Hvað varðar vinkonu mína hana Rósu þá er hún síst f öllum rumulýður heldur er hún eðalmanneskja. Þá erum við Rósa og ég samkvæmt þínum dómi
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 8.8.2009 kl. 02:40
Fullur stuðningur við þig héðan Sólveig Þóra.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.8.2009 kl. 02:44
Takk fyrir það Axel
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 8.8.2009 kl. 02:49
Á sama tíma og álfyrirtækjin gefa okkur atvinnu og gjaldmiðil inn í landið, þá níðast þau á íbúum þriðjuríkjanna. Lífstíll ykkar leiðir til mannréttinda og umhverfisbrota í fátækari ríkjum.
Hérna eru myndbönd sem sýna áhrif mánugraftar á vegum álfyrirtækja, á lífsgæði fólks í Jamaíka.
http://www.youtube.com/watch?v=UgiW6AoS2Js&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=A27VD6yQt-I&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=a3mxWAkPzqY&feature=related
Páll Þorsteinsson (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 03:36
Er algjörlega sammála því að þessi samtök hafa fengið náttúrusinna til að líta mjög ílla út og miða við myndband sem þar sem Ómar Ragnarsson er kallaður lygari þá verð ég að segja að þá er nú fokið í flest skjól fyrir mitt leit meira þessi samtök missa sig og hverfa
Jón Rúnar Ipsen, 8.8.2009 kl. 10:58
Sammála þér Rúnar varðandi þessi samtök . Ég vil að sjálfsögðu vernda náttúru lands okkar en það má þó ekki ganga út í öfgvar. Ég tel að okkur beri að nýta okkar auðlindir upp að vissu marki sem má heldur ekki fara út í öfgvar. Ef við hefðum ekki nýtt okkur auðlindir okkar þá værum við hvorki með rafmagn né heitt vatn í dag. Varðandi athugasemd nr. 12 Þorri þá var ég að tala til bloggvinkonu minnar hve heimurinn væri lítill þ.e. við erum svo fámenn á Íslandi að allir þekkja alla og það á ekkert skylt við þröngsýni.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 8.8.2009 kl. 11:56
'i nafni hvers er Þorri almennings að tala ?
Jón Rúnar Ipsen, 8.8.2009 kl. 15:33
Það væri gaman að vita það
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 8.8.2009 kl. 16:07
Sólveig, blikk blikk....
"Rósa: Samkvæmt orðum þínum ertu sjálf rumpulýður sem fer brátt að deyja út og það getur ekki verið aðlaðandi guð sem þú kallar yfir fólk. Kannski hinn blóðþyrsti og öfundsjúki herguð hinna fornu Hebrea er bráðlega burtkallar þig til sín."
Megi almáttugur Guð blessa vin okkar Þorra, Sólveig mín.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.8.2009 kl. 18:34
Þetta er ljót málsgrein frá Þorra Rósa mín og þú af öllum á þetta ekki skilið. En maður fær allskonar ófögnuð inn á síðuna og er það miður. Geri orð meistarans að mínum á nútímamáli . Guð fyrirgefðu þeim því þeir vita ekki hvað þeir gera.
Kær Kveðja
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 8.8.2009 kl. 19:20
Sæl mín kæra.
Þetta snertir mig sem betur fer ekkert. Ég viðurkenni að ég gat nú ekki annað en brosað af blessuðum Þorra sem er Almennings. Sennilega er hann eign okkar almennings í landinu.
Guð blessi þig
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.8.2009 kl. 22:14
Ég tala ætíð í nafni hins raunverulega almenningsálits. Ég frábið mér blessun guðleysingja sem hafa aðeins einn guð.
En hér eru sönnunargögnin um lögrugluofbeldið:
http://www.youtube.com/watch?v=LBJkXhWAfEA&feature=player_embedded
og
http://savingiceland.puscii.nl/?p=4032&language=is
Þorri Almennings Forni Loftski, 8.8.2009 kl. 23:45
Veistu það þú sem kallar þig "Þorra Almenning" sem þú ert ekki og hefur ekkert leyfi til að nota þetta ef í hart væri farið. Þið vælið eins og kerlingar þegar löggan er að vinna sitt verk. haha. Shame on you en allur minn stuðningur er með lögreglunni. Sorry. Ef þú værir virkilega trúaður sem þú ert ekki þá stendur í hinni helögu bók "Þú skalt aðeins einn Guð hafa" en þar sem þú ert ekki trúaður á slíkt þá................................
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 9.8.2009 kl. 00:06
Sæll Þorri minn Almennings.
Það er nú allt í lagi að vera kurteis við hana Sólveigu.
Þú ert að dæma hana með því að segja hana vitleysing. Dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmdir stendur í Biblíunni. Ef við erum dómerandi getum við kallað yfir okkur allskyns vesen. Maður nefnilega uppsker eins og maður sáir til.
Vertu nú góður og stilltur Þorri minn. PLEASE
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.8.2009 kl. 00:53
Ég tel okkur Íslendinga eiga að nýta okkur auðlindir okkar á skynsamlegan hátt. Munum það að landið er til fyrir okkur en ekki við fyrir landið. Ef við hefðum ekki nýtt okkur auðlindir okkar þá værum við hér án rafmagns og hita. Tala nú ekki um internetið við værum ekki að tjá okkur hér t.d. Ég tel framfarir vera af hinu góða. Samtök eins og Saving Iceland (sem ég tel algjört rangefni) eru ekki að gera okkur neitt gott.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 10.8.2009 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.