18.6.2009 | 21:08
Ekki það nei
18.06.2009
Spegillinn í dag
Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, einn helsti sérfræðingur Íslendinga í löggjöf Evrópusambandsins, segir Icesave samninginn óvenjulegan og spurning sé hvort stjórnarskráin leyfi að hann sé samþykktur. Hann segir marga óvissuþætti í samningnum og að hann gæti hugsanlega skert fullveldi íslands. Þetta verði þingmenn að hafa í huga og þeir verði að meta hvort samningurtinn feli í sér svo mikið afsal fullveldis að um brot á stjórnarskrá gæti verið að ræða.
Hlusta hér: http://dagskra.ruv.is/ras2/4463017/2009/06/18/
Enginn sýnt fram á að samningurinn stofni Íslandi í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Veröld Sólveigar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og blessuð
Þessi Icesave samningur leggst svo illa í mig og flest allt sem Jóhanna, Steingrímur og co. eru að fara að gera.
Fólk hefur misst vinnuna eða orðið fyrir lækkun á kaupi. Á sama tíma eru hækkanir á matvöru eins og ávaxtasöfum og fl. vegna sykurskattsins fræga. Hiti og rafmagn hefur hækkað. Skattar eiga að hækka. Fasteignir lækka í verði á sama tíma og lánin hækka um helming vegna bankahrunsins. Fólkið sem hefur misst vinnuna eða er atvinnulaust á að borga. Ég fæ nú ekki þetta bókhald til að stemma.
Þau skötuhjú ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur. Það á sko að lækka laun hátekjufólk sbr. öryrkja og ellilífeyrisþega.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.6.2009 kl. 20:29
Þetta gengur ekki upp Rósa.
Kær kveðja til þín.
ps. Er á skjálftavaktinni.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 19.6.2009 kl. 22:16
Ég er viss um að ráðherrarnir vilja gera sitt besta og þó ég sé ekki sammála þeim í pólitík yfirleitt held ég að þau mundu aldrei svíkja félagslegar hugsjónir sínar nema ráðin séu tekin af þeim.
Ég held sem sé að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ráði því sem hann vill ráða og þau úrræði sem ákveðin eru séu frá honum komin.
Við komumst aldrei út úr þessum vanda öðruvísi en allir finni fyrir því að minnsta kosti í bili.
Hólmfríður Pétursdóttir, 20.6.2009 kl. 00:03
Hólmfríður en fyrr má nú rota en dauðrota.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.6.2009 kl. 01:06
Rósa, ég er alveg sammála þér, en svo virðist sem AGS sé að ráðast á velferðarkerfið í samræmi við þær kenningar sem þeir hafa starfað eftir fram að þessu, hreinræktuðum kapítalisma, en ekki svona blönduðu hagkerfi eins og ég held að flestir Íslendingar vilji hafa eins og hin Norðurlöndin.
Hólmfríður Pétursdóttir, 20.6.2009 kl. 01:17
Hólmfríður mér finnst ansi hart af þeim að ráðast að öryrkja og ellilífeyrisþegum. Þau gætu byrjað á því að taka til heima hjá sér þar er í mörgu hægt að hagræða. Lækka mætti t.d. laun þeirra almennu ríkisstarfsmanna sem hafa laun t.d. yfir 300 þús á mánuði eins og gert var á almennum vinnumarkaði (í mörgum fyrirtækjum voru laun lækkuð í 300 þús sem höfðu hærri laun). Þá er ég ekki að tala um alþingismenn. Svo eru skiptar skoðanir á þessum Icesave samningi hvort hann sé yfirhöfuð löglegur og fari á skjön við stjórnarskrána. Samanber þar sem ég vitna í Stefán Má Stefánsson prófessor hér að ofan. Auk þess hafa margir virtir lögfróðir menn sagt hið sama um samninginn. Ef það reynist rétt hjá þér að IMF sé við stjórnina hér þá erum við í vondum málum. Verri en ég hélt.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 20.6.2009 kl. 01:28
Ég vil ekki trúa því að þau mundu skerða kjör öryrkja og elllífeyrisþega ef þau réðu þessu.
Ég er hrædd um að AGS líti á okkur eins og óvita sem verður að taka ráðin af. Ég held að Icesave samningarnir hafi verið neyddir upp á okkur í krafti aflsmunar.
Við hjónin erum bæði lífeyrisþegar, en verðum að taka því eins og hverju öðru hundsbiti að laga útgjöldin að tekjunum og gera það besta úr því.
Ég vorkenni öryrkjum meira og fólki á besta aldri með mörg börn og skuldir sem bara vaxa en tekjur dragast saman og fólki sem missir atvinnuna.
Atvinnuleysi er mannskemmandi, það þekkjum við á þessum bæ.
Hólmfríður Pétursdóttir, 20.6.2009 kl. 01:55
Það er satt að atvinnuleysi er mannskemmandi. Ég er svo heppin að ég hef ennþá vinnu en maðurinn minn er kominn á 50% atvinnuleysisbætur á móti þeirri sem hann hefur. Veistu það Hólmfríður að mér hefur fundist í gegnum tíðina að vinstri öflin séu ekki hliðholl þeim er minnst mega sín. Eins hafa þau alla tíð verið skattaglöð sb. Skattmann ÓRG ekki var kreppan þá né AGS. Eins þegar R Listinn tók við Rvkborg þá voru öll þjónustugjöld hækkuð upp úr öllu valdi ekki var heldur kreppa þá. AGS menn komu með yfirlýsingu að þeir tækju ekki þátt í stjórnun landsins, hvort það sé satt veit ég ekki. Varðandi Icesave samninginn þá hefðu nú nefndin mátt fara með færari menn innanborðs mætandi þeirri lögfræðiflóru sem þeir gerðu.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 20.6.2009 kl. 02:37
Sólveig Þóra. Ég er að mestu leiti sammála þér, en ég trúi ekki lengur því sem okkur er sagt.
Mér finnst þetta ástand óhollt fyrir sálartetrið. Við erum flest svooo reið einni í okkur.
Ég á ekki annað ráð eins og ég lít á lífið en að fela Guði líf mitt og mina, og treysta honum.
Hólmfríður Pétursdóttir, 20.6.2009 kl. 11:31
Hólmfríður: "Ég á ekki annað ráð eins og ég lít á lífið en að fela Guði líf mitt og mina, og treysta honum."
Mögnuð setning hjá þér.
Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.
Framar ber að hlýða Guði en mönnum.
Við getum ekki treyst á menn því við erum öll breysk og getum brugðist en Guð bregst okkur alls ekki.
Megi almáttugur Guð gefa ráðamönnum þjóðarinnar visku en þeir eru að mínu mati engnir viskubrunnar.
Megi almáttugur Guð miskunna okkur
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.6.2009 kl. 13:13
Ég er sammála þér Hólmfríður. Það er það sem hefur líka hjálpað mér mest í lífinu.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 20.6.2009 kl. 13:14
Já Rósa Ísland þarfnast hjálpar. Eflaust værum við ekki í þessum sporum ef ráðamenn og landsmenn allir hefðu haft trúna og heiðarleikann að leiðarljósi sem var ekki og því fór sem fór. Græðgin tók völdin.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 20.6.2009 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.