26.4.2009 | 16:51
Minn flokkur fékk þó 27.3% ekki slæmt
Þrátt fyrir áróður fjölmiðla fékk Sjálfstæðisflokkur þó þessi 27.3% sem sýnir að fólk er ekki algjörlega heilaþvegið af bulli fjölmiðla frá því að hrunið varð. Ég sé nú ekki að Samfylkingin sé að bæta svo mikið við sig og með VG þá eru þetta mjög tæpur meirihluti. Ef Samfylking og VG fara saman þá spái ég þeim ca 1 ári áður en allt springur. Vel á minnst ég hef ekkert heyrt hvað flokkarnir ætla að gera í okkar efnahagsmálum, bara umræður um ESB. Við þurfum að fá einhverjar úrlausnir í okkar efnahagsmálum núna!
Nýtt Alþingi Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Veröld Sólveigar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 628
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
23,7% meinaru... rétt skal vera rétt!
Karitas (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 17:07
Ég fann nú fyrir hruninu á eigin skinni. Kanski smámál fyrir aðra
Finnur Bárðarson, 26.4.2009 kl. 17:15
Já rétt skal vera rétt 23.7% var það. Það er bara einfaldlega ekki hægt að setja samasemmerki á milli hrunsins og Sjálfstæðisflokksins þar sem að sömu hlutir eru að gerast um heim allan. Og ekki held ég að allir fjárglæframennirnir hafi verið sjálfstæðismenn. Menn finna mismikið fyrir hruninu fer sjálfsagt eftir því hve eyðslan hafi verið mikil eða röngum fjárfestingum. Kreppan hefði komið sama hver hefði verið við völd.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 26.4.2009 kl. 21:31
Sæl mín kæra
Ég skilaði auðu. Gat alls ekki hugsað mér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn miðað við það sem hefur gerst innan veggja þeirra. Gat alls ekki kosið Samfylkinguna vegna ESB mála en ég er algjörlega á móti inngöngu í ESB.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2009 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.