Hörður Torfason er ekki mín rödd lengur

"Hörður undrast að Geir hafi dregið veikindin fram í dagsljósið á þessum tímapunkti. „Það er til dálítið sem heitir einkalíf og svo er stjórnmálalíf. Það er tvennt ólíkt.“ Hvað er að hjá Herði Torfasyni? Mér finnst ummæli hans mjög svo ósmekkleg og ómannúðleg. Það vill nú svo til að einkalíf og stjórnmálalíf skarast saman að sjálfsögðu. Geir er að segja af sér formennsku í flokknum út af veikindum.
mbl.is Hænuskref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er ósmekklegt við ummæli Harðar?

Ef fólk vildi gjöra svo vel og hlusta á upptökuna af viðtalinu við hann þá er alveg ljóst að Hörður er aðeins að ræða kröfurnar um afsögn ríkisstjórnarinnar, ábyrgð í stjórnsýslunni og kosningar við fyrsta tækifæri. Kosningar í vor án afsagnar eða ábyrgðar þangað til kallar hann reykbombur sem fólk sjái í gegnum. Hann harðneitar því að blanda einkalífi Geirs Haarde eða veikindum inn í hina opinberu umræðu og ummælin sem fréttin byrjar á eru innan úr miðju viðtalinu þar sem hann er spurður sérstaklega út í veikindi Geirs. Hann sér ekki ástæðu til að blanda þeim saman við ákvörðun um kosningar eða setu ríkisstjórnarinnar. Sérð þú ástæðu fyrir því? Varla er nokkur að halda því fram að ástæðan fyrir því að kröfum þjóðarinnar og samstarfsflokksins í ríkisstjórn um kosningar í vor sé mætt núna fyrst og fremst vegna veikinda forsætisráðherra?

Arnar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:44

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég er viss um að Hörður Torfason hefur aldrei verið þín rödd.

Þú ættir að venja þig af hræsnisfullri vandlætingarslepju.

Jóhannes Ragnarsson, 23.1.2009 kl. 16:50

3 identicon

Þótt fyrr hefði verið að hann segði af sér. Verst að það var ekki forsætisráðherraembættið.

Sé ekkert athugavert við ummæli Harðar. Ekki fær almenningur sérmeðferð vegna skyndilegra veikinda.

Guðný (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:54

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég tek ekki of mikið mark á einni blaðagrein, þegar maður veit að oft er ekki rétt eftir fólki haft og orð tekin úr samhengi.  Hörður hefur staðið sig frábærlega og staðið með fólkinu í landinu  frá a-ö en það hefur forsætisráðherra ekki gert.  Aftur á móti óska ég honum góðs bata.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 23.1.2009 kl. 16:55

5 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

"Hvað er hann að draga veikindi sín fram í dagsljósið núna?“ sagði Hörður Torfason" Þetta finnst mér ósmekklega sagt og ég er að blogga um eina  blaðagrein Margrét og ef hún er ekki rétt orðuð þá hlýtur Hörður að koma með athugasemd við hana. Mín skoðun er sú að strax í upphafi bankahrunsins hefði átt að skipta út ríkisstjórn, hreinsa út í Fjármálaeftirliti og Seðlabanka auk þess hefði átt að fara strax fram rannsókn á þeim banka og fjárglæframönnum sem komu þjóðinni í þrot og raunverulega ættu þeir að vera í járnum núna. Svo skalt þú Jóhannes Ragnarsson spara þér stóru orðin hér á minni síðu.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 17:19

6 identicon

Stjórnin á að fara frá strax.
Geir er vanhæfur og nú kemur í ljós að hann er veikur.
Veikt og vanhæft fólk á ekki að sitja ríkisstjórn.

Jón (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 18:12

7 identicon

Kostnaður þjóðarinnar vegna stjórnar Davíðs Oddsonar og hyski hans er óheyrilega mikill.
Skuld ríkisins er núna varlega áætluð 3000 milljarðar ISK eftir 17 ára stjórn Sjálfstæðisflokksins

3000 milljarðar ISK /(17 ár x 365 dagar) = 484 milljónir ISK á dag.

Niðurstaða:

Hver dagur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd síðustu 17 ár hefur kostað almenning hálfan milljarð ISK í beint tap.

Vill einhver halda þessu áfram?
Þarf eitthvað að ræða þetta frekar!?..

Jón (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 18:16

8 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Já Jón það þarf að ræða þetta frekar. Jón, lastu það sem ég skrifaði í færslu fyrir ofan þig? Þar sagði ég að ég hefði vilja skipta út stjórninni strax í upphafi ekki bara Sjáfstæðisflokknum líka Samfylkinginni því hún er jú í ríkisstjórn líka. Auk þess getur þú ekki klínt öllu sem gengið hefur illa á Sjálfstæðisflokkinn það hafa aðrir flokkar verið í stjórn sl. 17 ár  líka t.d. spillingarflokkurinn Framsókn. Óháð því að ég er ekki póltíkst sammála hvorki Geir né Ingibjörgu þá er samúð mín hjá þeim og fjölskyldum þeirra og óska ég þeim bata. Þrátt fyrir reiði mína vegna alls þess sem hefur gerst þá er ég ekki orðin svo ómannleg að ég geti ekki haft samúð með fólki í veikindum þeirra, sama hver það er.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 18:35

9 identicon

Þetta snýst um pólitík en ekki samúð.

Það eru margir Íslendingar með krabbamein.

Geir Haarde og vinir hans eru búnir að eyðileggja Ísland.

Þeir eiga að víkja tafarlaust!

Jón (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 18:45

10 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Þú ert Jón að svara mér á mínu bloggi. Lestu það áður en þú kommentar. Þú ert ekki að ná þessu, er það?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 19:00

11 Smámynd: TómasHa

Ég er fullkomlega sammála þér um þetta, alveg sama hvað Herði finnst um Geir, svona gerir maður bara ekki.

TómasHa, 23.1.2009 kl. 19:06

12 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Rétt hjá þér Tómas. Þó maður sé reiður þá er illa komið fyrir manni ef hatrið er svo mikið að maður geti ekki fundið fyrir samúð með fólki, sama hver er.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 19:11

13 identicon

Ef maðurinn er veikur,þá finn ég til með honum og hans fjölskildu og óska honum bata. En tímasetningin er grunsamleg að mínu mati. Burt séð hvað Hörður er að segja.

Ég fagna því að það sé búið að stiga 1. skrefið á móts við óskum þjóðarinnar næst er að láta menn sæta sakar.

Gunnar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 20:31

14 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Hvað ertu að meina Gunnar?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 20:45

15 Smámynd: Hippastelpa

Ég er ekki ánægð með ummæli Harðar í dag. En það breytir því ekki að ég er að berjast fyrir þjóðina mína. Hann hefur aldrei verið minn málsvari. Ég mæti á Austurvöll vegna barnanna minna. Hvað hefur breyst frá því síðasta laugardag'

Stjórn seðlabankans segi af sér -  enn í vinnslu

Stjórn Fjármálaeftirlitsins fari frá - enn í vinnslu

Lykilráðherrar axli ábyrgð og segi af sér - enn í vinnslu

Kosningar í vor - komið

Tiltektin er ekki byrjuð.

Sendi Haarde og fjölskyldu baráttukveðjur með ósk um bata.

Hippastelpa, 23.1.2009 kl. 21:26

16 identicon

Það sem ég á við með að tímasettningun sé grunsamleg er að nú þegar hann hefur gengið frá sínum málum, þá á ég við að koma þeim gögnum undan sem þarf að koma undan, spilar hann út einhverju veikinda spili. Afhverju að taka það fram?  Afhverju ekki að hætta af persónulegum ástæðum? Okkur kemur ekkert við hvort hann er veikur eður ei. 

Gunnar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 21:42

17 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mig langar bara að segja, að stundum segir fólk ýmislegt sem það hefði kannski þurft að orða betur. Það hefur líka ýmislegt verið sagt um okkur þjóðina af stjórnvöldum, s.s. við kölluð skríll o. fl.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 23.1.2009 kl. 21:50

18 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Hippastelpa ég sagði aldrei að við ættum að hætt mótmælum, hvar sérð þú það. Ég er sammála þér að öllu leyti með það sem þú leggur fram.  Gunnar það er mín persónulega skoðun að það séu fyrst og fremst bankarnir sem eru að koma gögnum undan og ég hef áhyggjur af því. Í framhaldi af því eru það að sjáfsögðu stjórnvöld sem eiga að koma í veg fyrir það, sem þau hafa ekki gert og það er slæmt. Sammála þér Margrét.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 22:19

19 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Sæll Björn og takk fyrir innlitið. Getur þú skilgreint nánar hvað þú átt við?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 22:20

20 identicon

Ég gæti ekki hafa orðað þetta betur Margrét.  Hörður hefði aðeins átt að ritskoða sig.   Sólveig ég er svo sammála þér, við verðum að halda baráttuni áfram alveg þar til listinn sem Hippastelpa er orðinn að veruleika.

Bráttuhveðjur til Haarde og fjölskyldu.

Jóhanna (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:19

21 identicon

Smá mínus... það sem ég ætlaði að segja var ..... listinn sem Hippastelpa lagði til er orðinn að veruleika.

Jóhanna (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:34

22 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Takk fyrir þetta Jóhanna.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 23:37

23 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ekki alveg.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 00:32

24 Smámynd: Kristján Logason

----
Wrong answer 101


Sem blaðamaður þá setur þú viðmælanda inn í málið og spyrð hann spurningar.
Síðan kveikir þú á upptökutækinu og spyrð hann óræðrar spurningar sem engu máli skiptir í raun nema sem framhald af fyrri spurningu.

Viðmælandi þinn sem nú á traust þitt. Svarar samviskulega.

Ef þú vilt láta viðmælanda líta enn ver út skellir þú í miðri ræðu hans spurningu sem hann átti alls ekki vona á að verða spurður.

Með þessu hefur þú séð til þess að viðmælanda vefst tunga um tönn.

Þegar þetta er klippt og birt er breytt um fyrirsögn.

------------


Þetta eru svo augljós vinnubrögð að ég á ekki til orð.
Það er hafið stríð hér á landi sem aldrei fyrr um orð og tjáningarfrelsi.
Allir þeir sem ekki tjá sig með samskonar orð og setningarskipan og valdstjórnin eru úthrópaðir á torgum með fáránlegum svívirðingum sem menn ættu ekki einu sinn að láta út úr sér í einrúmi.

Stjórnvöld gera allt til þess að fólkið í landinu taki ekki af þeim völdin og landið sem þau telja sig ein eiga og geta ráðstafað

Þetta þarf að stöðva



Við erum þjóðin

Landið er okkar

Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 12:18

25 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Kristján þú gengur  um bloggheima og copy pastar sömu færslunni. Takk fyrir innlitið Dóra gaman að sjá þig hér aftur. Það er satt hjá þér Dóra að heiftin er svo sannarlega mannskemmandi.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Veröld Sólveigar

Höfundur

Sólveig Þóra Jónsdóttir
Sólveig Þóra Jónsdóttir

Tilverustigið á jörðinni er mér eilíf ráðgáta

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...939_sxefn-s
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sólveig og Helgi 1961

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband