22.11.2008 | 21:23
Bíddu
Var þetta ekki dóttirfélag hjá Kaupþingi. Af hverju eiga þá Íslendingar að borga?
Þjóðverjar lána Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Veröld Sólveigar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei, þetta var því miður skráð á Íslandi...og þess vegna þurfa Íslendingar að borga :/ Fyrirhyggjan alveg að drepa Kaupþingsmenn
Eiríkur S. (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 21:33
Alltaf bætist meira við varðandi rugl þessara græðgisgemlinga.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 22.11.2008 kl. 21:35
Svo eru sumir að bísast yfir því að fólk brjóti nokkrar rúður !!
Íslendingar eru meðvirkir aumyngjar sem eiga skilið að borga þetta. Nema þeir taka þetta lið og hendi þeim úr valdastólunum.
GERIR FÓLK SÉR GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ VIÐ ERUM AÐ FARA AÐ BORGA ÞETTA Í ÁRATUGI ?????? Hvernig væri að vakna !
Svo er þetta lið að undirbúa "HVÍTBÓK" sem ég kalla "HVÍTÞVOTTUR" (rannsaka sjálfan sig er álíka gáfulegt og nauðgari framkvæmi DNA prófið sjálfur)
Ég samhryggist ykkur sem kusuð þetta lið. Þið voruð plötuð eins og við öll. Djöfull verður erfitt að krosssa við X-D aftur án þess að hafa slæma samvisku.
Við hina segi ég "ÉG SAMHRYGGIST" því þið eigið þetta ekki skilið.
Þeir sem æsa sig í þessu landi eru kallaðir skríll eða áróðursmenn.
Í öðrum löndum er fólk sagt vera með ríka réttlætiskennd þegar það bregst við óréttlæti.
Aðeins krafan um "ÓHÁÐA ERLENDA RANNSÓKN Á ÖLLU STJÓRNKERFINU" Mun lægja öldurnar í þessu landi.
Þetta land byggði fólk sem fórnaði sér og skildi hvað það þarf til.
"VÉR MÓTMÆLUM ÖLL"
Réttlætiskennd (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 22:39
Ertu inn á réttri síðu komment þitt er alls ekki í samræmi við bloggið mittt. En ég ætla nú samt að svara þér. Fólk má brjóta allar rúður í landinu fyrir mér ef það kemur okkur til góða. Liðið sem þú talar um er sjálfsagt ríkisstjórnin og þér til upplýsingar þá er ríkisstjórnin ekki bara X-D heldur líka X-S. Samkvæmt þínum bókum er ég sek, ég kaus þessa stjórn og sé ekki eftir því. Það er ekki stjórninni að kenna hvernig komið er. Það eru auðmenn öðrum orðum útrásavíkingar þessa lands sem hafa komið okkur í þessa stöðu. Þessu liði var treyst fyrir að halda út bankastarfsemi en græðgin tók völdin þá var djöfullinn laus. Þetta er fólkið sem setti okkur í skuldarfjötra. Þetta er fólkið sem þið sem eruð að mótmæla eigið að sækja heim og mótmæla gegn. Þið eruð einfaldlega ekki að mótmæla gegn rétturm öflum. Þið eruð svo heilaþvegin af fjölmiðlum þessa auðmanna sem settu okkur í þrot, þið trúið öllu sem sagt er í þeirra fjölmiðlum að ykkur er vorkunn. Allar fréttir þeirra beina sök frá þeim á alla aðra.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 22.11.2008 kl. 23:55
Allir vita að útrásarvíkingarnir eru sekir um afglöp. Allir eru hinsvegar sammála um að þeir sem bygðu upp kerfið og klikkuðu á eftirlitinu séu minnst jafnsekir.
Ef ljónatemjari sleppir ljónunum lausum og fylgist ekki með þeim þá er hann ábyrgur.
Þetta er ekki tími til að vera með afneitun um hverjir bera sök og hverjir ekki. Því það er alveg ljóst að allt stjórnkerfið eins og það leggur sig brást.
Fjölmiðlar vita alveg af sök útrásarvíkinga. Þeirra umfjöllun og rannsókn mun koma aftur. Þeirra sök er jafnframt sú augljósasta en jafnframt ljóst að þeim var leift að vaða sona áfram. Svipað og bíll sem má keira of hratt í umferðinni án hraðatakmarkana eða lögreglu. Það er móðgun við alþýðuna að segja að fólk sé heilaþvegið af fjölmiðlamönnum. Varst þú á borgarafundinum þar sem fjölmiðlamenn sátu fyrir svörum frá okkur borgurum ? Þeir voru teknir í gegn skal ég segja þér.
Kynntu þér aðeins málið hér á borgarafundur.org
Þrrössi (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 00:42
Sólveig.
Þetta er rétt sem kemur fram hér að ofan. Davíð Oddson og Geir H. Horde skópu skrímslið með ákvörðunum fyrr á sínum ferli. Ásamt T.d Valgerði Sverrisdóttur og Finni Ingólfssyni og Halldóri Ásgrímssyni.
T.d var þjóðhagstofnun lögð niður af Sjálfstæðisflokknum og Frammsókn. (allir vita jú að framsókn var bara leppur í þeim stjórnum)
Davíð Oddsson lagði stofnunina niður í reiðikasti.Honum mislíkaði eitthvað við forstjórann. Og ekki stóð á Halldóri Ásgrímssyni að hjálpa honum við að leggja stofnunina niður.
Sjálfstæðisflokkur og stefna þess er meginorsök hvernig fyrir okkur er komið. Óhæfar pólítíksar ráðningar í lykilstörf í þjóðfélaginu hafa svo gert það óhæft til að bregðast við af þeirri fagmennsku sem hefði þurft.
Hér eru nokkur skemmtileg myndbönd sem benda til hvað þjóðhagstofnun hefði getað verið mikilvæg í að koma í veg fyrir þessa atburðarrás.
http://ru.is/kennarar/katrino/Thjodhagsstofnun.pdf
http://www.andriki.is/getOneArticle.asp?art=09062004
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/07/21/thingmenn_vilja_thjodhagsstofnun/
Að lokum má nefna að Geir. H. Horde lærði í þeim Skóla í bandaríkjunum sem hefur verið hvað þekktastur fyrir að predika nýfrjálshyggjuna. Sú stefna er að bíða skipsbrot út um allann heim.
Það er enginn að segja að menn séu vondir. Heldur að þeir verði að taka ábyrgð á röngum gerðum sínum og aðgerðarleysi þegar í óefni stefndi.
Gunnar Elvar. (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 01:22
Gunnar Elvar takk fyrir innlitið ég ætla að svara þér á morgun. Komið fram yfir minn svefntíma góða nótt.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 23.11.2008 kl. 01:51
Fólk er ekki heilaþvegið Sólveig af fjölmiðlum. Þvert á móti er fólk með mikinn varnagla á því sem kemur í fréttum.
Þessvegna t.d mætir fólk á Borgarafundina til að efla samstöðu og staðfesta hlutina. Ég bendi þér á að allir mikilvægustu menn fjölmiðlana á Íslandi sátu fyrir svörum almennings.
Ef fólk er óvist um trúnað þá á það að sækja vitneskjuna innávið. í sitt fólk. Þessvegna eru borgarafundir. Það dugar ekki að sitja heima og þykjast vita allt.
vonandi skoðaðir þú borgarafundir.org margt gott kemur þar fram.
Vonandi mæta svo allir og fræða sig á næsta borgarafund á morgun mánudag klukkan 20:00 ....við erum í þessu saman. Það eru frábærir viðmælendur sem allir geta sannmælst um það.
Fjórir frummælendur hefja umræðuna (5 mínútur hver):
Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur
Silja Bára Ómarsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur
Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri
Margrét Pétursdóttir, verkakona
Að lokum er hér ræða Davíð Stefánssonar á þessum fundum. Þessi ræða ætti að vera skilduáhorf hvers Íslendings sem er ruglaður yfir ástandinu. Þessi ræða segir allt.
http://www.youtube.com/watch?v=QZJNPBaRTyw&eurl=http://www.borgarafundur.org/
Þrössi (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 02:29
How I wish your Government would get it's head in gear and bring in a Law to freeze the assets of the so called "utrasavikingur"......Private Jets, Yachts, Football clubs......It would be justice if the men that put you where you are had to pay their debts. It would also be a good idea to put a few Bank Directors in jail under a "suspected embezelment of fund" as well...
From the british tax payers whose money was used to fund your " Utrasavikingur" debts..Now your money is also being used to pay for their debts.... We have no problem with the Icelandic Public...You are our friends, not our enemy....Just lets get the gangsters who brought this about! Please!
Good luck Iceland....I hope it all works out well for you. Best regards from a rather cold UK.........
Eirikur , 23.11.2008 kl. 04:11
Bara þetta Kaupþing lán er nóg til að borga bankastjórunum laun í 2250 ár. Samt er þetta klink miðað við Icesave.
Villi Asgeirsson, 23.11.2008 kl. 05:45
Sólveig, ef að vafi er um hvort að eftirlitið brást hvernig gerðist þetta? Hvernig tókst bönkunum að verða skuldsettir 10-12 sinnum ársframleiðslu landsins?
Eftirlitið brást það er enginn vafi á því. Og útrásarguttarnir nýttu sér það alveg 120%
Skaz, 23.11.2008 kl. 06:13
Velkomin í bloggvinahópinn. Þetta er alt meira ruglið, það er málið.Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 23.11.2008 kl. 08:52
Takk fyrir innlitið Kristín og já þetta er ruglað ástand sem við erum að upplifa.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 23.11.2008 kl. 12:31
Það sem gerðist á Íslandi varðandi skilyrði og eftirlit með fjármálastofnunum er og hefur verið að gerast út um allan heim. Hrun fjármálakerfisins er ekki Íslenskt fyrirbæri. Það sem gerir vont ástand verra hér á landi er að eigendur og stjórnendur bankanna virðast ekki hafa stundað lögleg viðskipti. Það er alltaf að koma betur í ljós. Ég er sammála því að eftirlitið brást (eins og það hefur gert út um allan heim ) og einn liður í því er að fjórða valdið þ.e. allflestir fjölmiðlar landsins eru í eigu þessara manna. Ég held það hefði ekki skipt neinu máli hvaða stjórn hefði verið við völd, þetta hefði samt gerst.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 23.11.2008 kl. 12:53
Bíð ennþá spenntur eftir svari við minni grein hér að ofan. Hún sannar að áliti allra sök Sjálfstæðisflokksins í aðdragandanum á undanförnum árum.
Ef þú ætlar að kenna heimskreppunni um þá skaltu ath. eftirfarandi.
Ef jafn sterkur jarðskjálfti gengur yfir jörðina (öll lönd) og húsinn hrynja fyrst og lang flest á Íslandi. Er þá ekki ljóst að byggingarverktakar og arkitektar landsins bera ábyrgðina ?
Það er bara ekki hægt jafnvel með fjörugasta ímyndunarafl að útiloka sök Sjálfstæðisflokks við aðdraganda þessa hruns. Þeir bjuggu til umgörðina og bera einna mesta ábyrgð.
Það er ekki hægt að búa til Frankenstein skrímslið og afneita því svo þegar það fer að drepa.
Gunnar Elvar. (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 17:50
Gunnar Elvar "Hún sannar að áliti allra sök Sjálfstæðisflokksins í aðdragandanum á undanförnum árum" Er þetta ekki alhæfing af þinni hálfu? Ég þarf ekki að svara fyrir sjálfstæðisflokkinn og veit ekkert hvort þessi skoðun þín á honum hefur við rök að styðjast eða ekki og ætla þess vegna ekki að rökræða það við þig. ég hefði mátt orða svar mitt í nr. 4 svona "það er ekki stjórninni einni að kenna" Ef þú lest bloggið mitt hér neðar þá veistu kannski betur mína skoðun "Burt með siðleysið" þar stendur "Það þarf að rannsaka allt saman: Bankana, Útrásarvíkingana, Fjármálaeftirlitið, Seðlabankann og það sem var gert eða ekki gert innan Ríkisstjórnarinnar. Helst í gær. Af óháðum aðilum. Hver vissi hvað og hvenær? Hver gerði hvað og ef saknæmt reynist á sá eða þeir að fá sinn dóm samkvæmt lögum." Það sem ég skil ekki er hvað þessir svokölluðu auðmenn fá litla umfjöllun og gagnrýni en það er af því að þeir eiga fjölmiðlana og það finnst mér mjög slæmt.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 24.11.2008 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.