26.4.2008 | 00:16
Hvers konar þjóðfélag viljum við vera
Ég er hreinlega orðlaus yfir viðbrögðum almennings við mótmælum atvinnubílstjóra. Skilur fólk ekki hvað er í gangi! Við Íslendingar ættum hreinlega að vera búin að fá nóg af að láta vaða yfir okkur á skítugum skónum. Það er ekki bara eldsneytisverð það er miklu miklu meira (sjá fyrri færslu.) Gerum okkur svo grein fyrir því að í þessu landi býr fólk sem má raða niður í 3 flokka þ.e. Fólk sem kann ekki aura sinna tal. Fólk sem rétt skrimtir. Fólk sem ekki skrimtir. Svo einfalt er það. Það skyldi þó ekki vera að þessi flokkur af fólki sem kann ekki aura sinna tal sé sá sem skilur ekkert í þessum mótmælum, ja ekki skyldi mig undra. Svo er löggan fengin til að berja á almúganum sem sættir sig ekki við þetta ástand. Hverju finnst ykkur okkar þjóðfélag sé farið að líkast? Þeir sem eru góðir í mannkynssögu geta sjálfsagt svarað því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.4.2008 kl. 01:23 | Facebook
Um bloggið
Veröld Sólveigar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 628
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.