5.1.2010 | 21:09
Hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar
Fyrsta hrakspá ríkisstjórnar Íslands fallin. Þessi óhæfa ríkisstjórn er búin að ljúga að þjóðinni og hafa uppi hrakspár sem ekki standast. Enn eru þau að með yfirlýsingum sínum í dag og er það engin furða þess vegna hvernig erlendir fjölmiðlar bregðast við. Stjórnin stundaði og stundar enn hræðsluáróður sem viðkvæmt fólk trúir, það er ljótt. Aðalatriði þessa Icesavemáls er það að við þurfum í fyrsta lagi að fá að vita hver raunveruleg ábyrgð okkar Íslendinga er í því máli. Um það hefur ekki verið fjallað fyrir dómstólum. Ef svo kemur í ljós að ábyrgðin sé okkar að borga þá gerum við það. En þá þarf að fá almennilega samninganefnd til að fara fyrir okkar hönd. Við sendum ekki samninganefnd sem semur með hagsmuni Breta og Hollendinga í fyrirrúmi. Við látum ekki kúga okkur. Íslendingar hafa aldrei gert það hingað til og við byrjum ekki á því núna.
AGS: Icesave ekki skilyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:28 | Facebook
Um bloggið
Veröld Sólveigar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr-heyr...
Halla Rut , 5.1.2010 kl. 21:14
Þessi ríkisstjórn gerir allt rangt. Þau Svika-Móri og Jóhanna höfðu ekki einu sinni vit á að sýna forsetanum eðlilega virðingu. Fréttafundurinn sem þau héldu var með eindæmum lágkúrulegur. Eina vitræna í stöðunni er að þau segi af sér strax og að kosið verði til Alþingis um leið og Icesave-ábyrgðin verður felld.
Það liggur ljóst fyrir að við höfum enga lagalega ábyrgð í Icesave-málinu. Tilskipun 94/19/EB bannar ríkisábyrgð á innistæðu-tryggingum. Jafnframt felur tilskipunin í sér, að gisti-ríkin Bretland og Holland báru fulla og ótakmarkaða ábyrgð á rekstarleyfi útibúa Landsbankans og allri starfsemi þeirra. Við megum ekki greiða Krónu af Icesave-reikningunum.
Loftur Altice Þorsteinsson, 5.1.2010 kl. 22:27
Flott að heyra frá þér Halla, hef svo oft verið sammála þér hér á blogginu. Gjörsamlega sammála þér Loftur, það fylgir mínum "kvöldbænum" að þessi vanhæfa ríkisstjórn fari frá.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 5.1.2010 kl. 22:56
hver veit nema að þetta geri stjórnarliða að mönnum, efast þó um það, húrra fyrir Íslandi.
sandkassi (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 23:27
Efast líka um það Gunnar, lifi Ísland og íslenskt lýðræði!
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 5.1.2010 kl. 23:38
Ef við töpum þessu fyrir dómstólum og þurfum að borga, hver er þá samningsvilji Breta og Hollendinga? Hversu mikið meira þyrftum við þá að borga en annars, þyrftum við þá ekki að borga allan brúsann.....?
"Mark Flanagan, sem stýrir áætlun Íslands fyrir hönd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir í tilkynningu að samkomulag um Icesave sé ekki skilyrði fyrir efnahagsáætlun Íslands hjá AGS svo lengi sem fjármögnun áætlunarinnar sé í lagi"
Taktu eftir að hann segir svo lengi sem fjármögnunin er í lagi, hvaðan kemur sú fjármögnun? eru það ekki m.a. hin norðurlöndin sem hafa sagt að lánum þaðan gæti seinkað fyrir vikið.
Samstundis og ákvörðun forseta lá fyrir hækkaði skuldatryggingarálag ríkissjóðs og seinnipartinn bárust frétt að Ísland væri komið í ruslflokk hjá Fitch og að lánshæfimatið gæti jafnvel lækkað enn meir..... Frábært....
Er þetta pantaður hræðsluáróður frá ríkisstjórninni?
Einar Ben (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 03:19
Einar Ben fann þarna smá nibbu til að byggja á hræðsluáróður. Ef hann kynnti sér Tilskipun 94/19/EB, sem fjallar um fyrirkomulag bankamála á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), myndi hann sjá að tilskipunin bannar aðildarríkjunum að veita ríkisábyrgðir á innistæðu-tryggingum. Sama tilskipun leggur alla ábyrgð á eftirliti með stofnun og rekstri útibúa Landsbankans á gisti-ríkin Bretland og Holland.
Engar líkur eru því fyrir, að Héraðsdómur Reykjavíkur muni dæma Íslendingum í óhag. Það hlyti að verða Einari Ben mikil vonbrigði, því að greinilegt er að hann sér ekkert nema hagsmuni nýlenduveldanna. Megi hann éta það sem úti frýs og verði honum að góðu !
Loftur Altice Þorsteinsson, 6.1.2010 kl. 12:38
Sammála þér Sólveig, hræðsluáróðurinn er að falla um sjálfan sig.
Almenningur erlendis kann að vel að meta þetta lýðræðisframtak hér á landi og það mun svo óhjákvæmilega skila sér til stjórnvalda þeirra - ekki er það þeim í hag að sýna kjósendum sínum neina einræðistakta.
Kolbrún Hilmars, 7.1.2010 kl. 12:53
Vel svarað hjá þér Loftur. Já það er alltaf að koma betur og betur í ljós Kolbrún hvernig stjórnvöld hafa reynt að heilaþvo þjóðina og merkilegt hvað þeim hefur tekist vel til í mörgum tilvikum. En nú er mál að linni og loksins er eitthvað jákvætt að fara í gang. Vona bara að fólk fari að skynja samasemmerkið á milli Icesave og inngöngu í ESB. Það besta sem fyrir íslenska þjóð gæti komið væri að þessi volaða ríkisstjórn færi frá sem fyrst. Þau er mýs en ekki menn.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 8.1.2010 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.