Virðingarvert

Það er alltaf virðingarvert ef fólk sér að sér og biðst afsökunar. Það eru víst margir sem skortir þann hæfileika. Hörður Torfason er ekki einn af þeim.
mbl.is Baðst afsökunar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir þetta hann er maður af meiru og trúlega drengur góður.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 16:22

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ég efast ekki um það Hallgerður þó ég þekki hann ekki persónulega.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 16:27

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Mer hefur altaf likað Hörður eða þannig, ég er ánægð að hann skuli hafa beðið afsökunar. Kærleikur til þín Sólveig min

Kristín Gunnarsdóttir, 24.1.2009 kl. 16:41

4 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Sæl Kristín gaman að sjá þig hér og flott mynd af þér. Kær Kveðja

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 17:38

5 identicon

Samúð er tilfinning.
Er hægt að hneykslast á að einhver sýni ekki samúð?
Er hægt að hneykslast á að einhver elski ekki nógu mikið?
Er hægt að hneykslast á að einhver sýni ekki nægilegt traust?

Er hægt að skylda manneskju til að sýna þeim samúð sem hefur eyðilagt líf hennar og ættingja hennar?

Samúðin ristir ekki djúpt gagnvart þeim sem eiga bágt í þessu þjóðfélagi.

Fólk deyr á götum úti í Reykjavík. Hvar er samúðin þá?

Það er skoplegt að sjá þegar gáfumannafélagið er að keppast um að setja Íslandsmet í samúð og ávíta aðra fyrir skort á samúð.

Þetta er blanda af móðursýki og hræsni.

Þessi færsla Jónasar Kristjánssonar er gott innlegg í þessa umræðu.

 Sjá:

http://www.jonas.is/

24.01.2009
Hörður kúgaður til hlýðni
Hörður Torfason baðst afsökunar að ástæðulausu. Hann var þvingaður til þess, því að við búum í samfélagi hræsni og yfirdrepsskapar. Niðurlægjandi er að lúta höfði til virðingar því krumpaða samfélagi. Hörður hafði kvartað yfir, að Geir Haarde tengdi veikindi sín við pólitík. Það var rétt kvörtunarefni. Hræsnarar og yfirdrepsfólk neituðu að mæta á útifundinn í dag vegna orða Harðar. Nú geta þeir mætt aftur, því að hann hefur látið kúgast. Ég sé ekki, að honum sé neitt gagn í stuðningi hræsnara og yfirdrepsfólks. Það fólk er hluti vandans, ekki partur af nýju Íslandi. Látum það koma upp um sig.

Jón (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 01:57

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

hörður baðst afsökunar vegna þess fjölda "stuðningsmanna " hans sem fordæmdu sóðaskapinn.

Afsökunarbeiðnin er því jafn innantóm og fölsk og hann er sjálfur.

Núna ætla þessir hópar að bjóða fram - hóf Nasistaflokkurinn ekki starfssemi sína með ofbeldi - og lauk henni með heimsstyrjöld.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framboðum þeirra og afleiðingum þeirra.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.1.2009 kl. 06:54

7 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Jón ég lifi kannski í öðrum heimi en þú því ég hef ekki orðið vör við að fólk sé að deyja á götum Reykjavíkur. Er þetta ekki ofsögum sagt hjá þér? Sú manneskja sem getur ekki fundið samúð með öðru fólki á bágt. Svo er líka til nokkuð sem heitir fyrirgefning. En sá sem er sokkinn í hyl sjálfsvorkunnar getur heldur ekki fyrirgefið. Ólafur ég þekki Hörð Torfason ekki það mikið að ég geti dæmt um hvort hann hafi meint afsökunarbeiðni sína eða ekki en ég læt hann njóta vafans.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 25.1.2009 kl. 21:12

8 Smámynd: Stefanía

Ég held að sá sem "missir" svona lagað útúr sér, sé ekki þjakaður af náungakærleik.

Ákaflega óheppilegt, svo ekki sé meira sagt.

Stefanía, 26.1.2009 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Veröld Sólveigar

Höfundur

Sólveig Þóra Jónsdóttir
Sólveig Þóra Jónsdóttir

Tilverustigið á jörðinni er mér eilíf ráðgáta

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...939_sxefn-s
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sólveig og Helgi 1961

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 489

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband