Umræðan

Ég hef spurt forráðamenn bloggsins af hverju sömu andlitin eru alltaf í svokallaðri "Umræðu" þ.e. efst á síðu bloggsins. Ég hef fengið þau svör að ekki sé verið að mismuna bloggurum. En ég tel einmitt að það sé málið. Það er verið að mismuna bloggurum. Ég sé alltaf sama fólkið þarna og ég tel að þetta fólk sé ekki að blogga um hluti sem eru merkilegri en ég og þú erum að blogga um og ég get ekki séð að blogg þessa fólks  sé neitt merkilegra að nokkru leiti. Við vitum að það er ritskoðun í gangi hér og það er heldur ekki sama að vera Jón eða Séra Jón.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

það er ekki einu sinni athugasemd við sumar færslurnar í "umræðunni" s.s. engin umræða í gangi. En þeir sem eru þarna eiga mjög marga "bloggvini" sér maður. Það er líka rétt hjá þér - þetta er alltaf sama fólkið.

Sigrún Óskars, 9.1.2009 kl. 19:41

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Já Sigrún mér finnst að ég og þú alveg eiga heima þarna eins og hinir. En það er eitthvað snobb hér í gangi. Ef þeir svara mér að þetta fólk fái meiri heimsóknir, halló þá væri það ekkert undur því þeir eru allaf á forsíðunni.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 19:48

3 identicon

Ég held að þetta sé ein tegund af snobbi Sólveig. Eins hitt að mörg hver fráleitt  þó öll fá miklar flettingar. Sumir reyndar ekki eina einustu? Mjög margir blogga við hverja einustu frétt sem byrtist í Mbl.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 17:12

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég er þér svo sammála Sólveig, ég hef einmitt oft latið mér detta í hug að þetta se klikuskapur. Eigðu gott kvöld

Kristín Gunnarsdóttir, 10.1.2009 kl. 17:13

5 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Já Hallgerður það er eins og sumir hafa ekkert annað að gera en blogga, dapurlegt fyrir þá. Ég er bara að tala um þetta hér af því að ég er þreytt á að sjá alltaf sömu andlitin þarna uppi og mér finnst þeir ekkert merkilegri bloggarar en við hin. Einhvernvegin er ég á því að allir eigi að vera jafnir, allstaðar en það er bara mín skoðun. Takk Kristín og eigðu gott kvöld líka því ég ætla sko að eiga gott letikvöld í kvöld.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 10.1.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Veröld Sólveigar

Höfundur

Sólveig Þóra Jónsdóttir
Sólveig Þóra Jónsdóttir

Tilverustigið á jörðinni er mér eilíf ráðgáta

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...939_sxefn-s
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sólveig og Helgi 1961

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband