Loksins

Loksins er fólk farið að mótmæla gegn réttum aðilum en það hefði átt að gerast fyrr og ekki aðeins gegn þessum eina heldur öllum hinum ja hvað má maður taka sterkt til orða "Glæpamönnum" það er eina orðið sem mér dettur í hug varðandi gjörðir þessara manna sem hafa komið Íslandi í þrot og lifa sjálfir í vellystingum (meðan aðrir svelta)  og skilja skuldabyrðir sínar eftir á komandi kynslóðum.
mbl.is Veist að Jóni Ásgeiri í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mín skoðun er sú að óverjandi sé að veitast með slíkum hætti að fólki. Hvað eru mótmæli? Fer þetta fólk síðan í Bónus að versla?

Hans (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 00:41

2 Smámynd: halkatla

Mér finnst þessi hegðun hjá þeim algjörlega óafsakanleg. Ef þetta var fullorðið fólk sem gerði þetta í hóp þá á það bágt, einu orði sagt. En ég er samt alls ekki að leggja dóm á ýmislegt sem Jón Ásgeir kann að hafa tekið þátt í ásamt öðrum og tengist viðskiptum og bönkum. En það var allt með leyfi stjórnvalda og sauðanna.

halkatla, 18.12.2008 kl. 00:49

3 Smámynd: halkatla

ok það er svosem alveg skiljanlegt að fólk hafi viljað kalla eitthvað, ég tek það hérmeð til baka að þetta sé óafsakanlegt, ég átti eftir að lesa fréttina - það stóð eitthvað um eggjakast í dv en það var vonandi ómarktækt. allavega finnst mér hróp og uppnefni í lagi en ekki neitt ofbeldi sem gæti hrætt aumingja manninn. Það hlýtur að vera mjög erfitt að vera í hans stöðu núna, þótt hann eigi peninga. Það hata hann svo obboðslega margir.

halkatla, 18.12.2008 kl. 00:52

4 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Hann var ekki laminn. Það var ekki veist að honum með neinu líkamlegu ofbeldi samkvæmt fréttinni. Það er semsagt í lagi að mótmæla öllu öðru  nema þeim sem ollu þessu bankahruni. Hve mikið eru fjölmiðlar þessara manna búnir að heilaþvo ykkur? Þarf ekki að spyrja sé það á þessum svörum. Anna Karen sauðirnir sem þú nefnir erum við Íslendingar sjálfir. Hans það ættu allir frekar að versla í Krónunni. 

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 01:00

5 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Anna Karen hann og hans fjölskylda lifir í vellystingum á okkar kostnað á meðan við rétt skrimtum og getum flestöll varla haldið jól. Ég vorkenni ekki þessum manni, hann ætti að vera í járnum í fangelsi.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 01:04

6 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Takk samt fyrir innlitið Anna Karen, alltaf gaman að heyra í þér þó við séum ekki sammála enda er ekkert gaman að vera alltaf sammála gott að sjá annara manna sjónarmið.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 01:24

7 Smámynd: Hin almenni borgari

Hvað á maður að taka sterkt til orða? Ég kalla þessa menn NAUÐGARA! Þeir nauðguðu okkur öllum og eiga skilið að gjalda fyrir það.

Hin almenni borgari, 18.12.2008 kl. 01:46

8 identicon

Þeir veittust að mér, manninum mínum og börnunum mínum. Kannski ekki líkamlega, en bæði andlega, fjárhagslega og félagslega. Ég mun borga fyrir græðgi hans það sem eftir er af lífi mínu. Hvað finnst ykkur vera réttlátt?

linda (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 08:24

9 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Það á svo sannarlega að setja þessa gutta í fangelsi. Kærleikur til þín Sólveig min

Kristín Gunnarsdóttir, 18.12.2008 kl. 08:44

10 Smámynd: halkatla

Úff, ég man hvernig sauðirnir hegðuðu sér á meðan þessi maður og fleiri byggðu upp veldin sín, á meðan ríkisstjórnin stal og sóaði öllum auðlindum íslendinga með lélegum ákvörðunum og siðblindu... en ég bara skil ekki afhverju það ætti að taka öðruvísi á einstaka auðmönnum en þeim sem hafa völd gegnum kjósendur en hlusta ekki á þá, sama hversu allt er í miklum kaldakolum. Og fyndið með fjölmiðlapælinguna hjá þér Sólveig, ég hef hvorki hlustað á útvarp né átt sjónvarp í mörg ár. Íslenskir fjölmiðlar hafa verið djók í mínum huga mjög lengi og þeir eru leiðinlegir og rándýrir. Færi ekki að sóa pening í það sem er ókeypis og betra á netinu. Mér bregður alltaf þegar ég er heimssóknum og sé auglýsingarnar inná milli þátta, sérstaklega í barnatímanum. Íslendingar voru orðnir svo heilaþvegnir að þeim fannst í rauninni barnamisnotkun ef einhver börn áttu ekki merkjavörur, þá gátu þau verið lögð í einelti af hinum börnunum, litlu greyin. Svo hlupu foreldrarnir út og voru alveg: kaupa kaupa kaupa!!! Svo allir ættu örugglega allt sem auglýsingarnar fyrirskipuðu. Besta fólk sem lifði sparsömu lífi lét þetta neyslubrjálæði og "góðæri" algjörlega hlaupa með sig í gönur. Og nú verður það fólk bara að bera ábyrgð á sínu lífi - það gengur ekki að ráðast bara á einhvern auðmann. Ég er viss um að fólkið sem var með derringinn hefði fengið miklu meira útúr smá sjálfsskoðun. P.s þetta verða ábyggilega bestu jólin í langan tíman, því nú eru allir rólegri á eyðslunni og kunna að meta betur það sem raunverulega skiptir máli. (á mjög langsóttan hátt má jafnvel þakka Jóni Ásgeiri fyrir það, ha humm, en það er samt ástæðulaust að ganga svo langt er það ekki, við eigum bara að forðast svona auðmenn og þá sem hafa lifað algjörlega fyrir kapítalismann, það kemur ekkert gott útúr því að blandast í þeirra bisniss og það hef ég sagt í mörg ár)

Góðar stundir

halkatla, 18.12.2008 kl. 13:46

11 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ég er alveg sammála ykkur Almenni Borgari og Linda. Sammála þér líka Kristín og kærleikur til þín líka. Anna Karen þú ert eitthvað að misskilja mig varðandi fjölmiðlaskoðun mína. Ég er ekki að tala um auglýsingar, þeirra mátt eða ekki ég er að tala um að fjölmiðlar hafa vald og það nýttu auðmenn sér sjálfum sér í hag. Allar fréttir, umræður og fl. var allt túlkað þeim í hag og er þannig enn í dag. Ég sé að þeim hefur tekist að heilaþvo þig þar sem þú segir að það sé allt stjórnvöldum að kenna hvernig komið er þ.e. í kaldakolum og stjórnin léleg og svofr. Þessir auðmenn (sem eiga fjölmiðlana) byrjuðu með þennan áróður strax í byrjun okt sl. og það virðist svínvirka á suma. Þetta verða ágæt jól hjá mér því ég hef aldrei upplifað neitt góðæri og er bara í ágætis málum. Ég hef vinnu ennþá, ég er ánægð með minn 9 ára gamla bíl og túpusjónvarp. En það eru margir sem hafa það erfitt og það er ekki útaf því að þeir hafi sleppt sér í kaupæði eða hafi ekki borið ábyrgð á sínu lífi, þvert á móti ábyrgasta fólk er t.d. búið að missa vinnuna sína, margt ungt fólk sem fjárfesti sér húsnæði fyrir sig og litlu börnin sín lifa nú í martröð, öryrkjar og námsmenn erlendis fá launin/lánin sín mjög skert vegna gengisins og flest þetta fólk lifði ábyrgu lífi þar til þessir glæpamenn sem einskis svífast settu Ísland á hausinn.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 19:04

12 identicon

Ja hérna. Getur einhver útskýrt hvað það er sem Jón Ásgeir hefur framið svona slæmt umfram aðra? Fyrir hverja er raunverulega verið að ganga í ábyrgðir fyrir? Ég leyfi mér að efast um að viðskipti hans eins hafi valdið því að þjóðin á í vandræðum. En fólk helypur upp í fjótfærni og kallar upp þau nöfn sem það helst kannast við. Ég vil benda á að þið verslið við Bónus, það er ég viss um, og Bónus hefur bætt kjör margrar fjöskyldunnar í landinu. Ég bendi á að skoða málið betur. Það eru tæplega 30 manns sem stefnt hafa hér öllu í þann voða sem nú blasir við. Eru það ekki fyrst og fremst þeir aðillar sem við íslenska þjóðin treystum fyrir ríkisbönkunum þegar þeir voru einkavaæddir?? Nú selst íslenkst kjöt sem aldrei fyrr og sláturleyfishafar hafa ekki undan. Erum við þjóðin alsaklaus með okkar unanförnu gengdarlausu neyslu og skuldasöfunun?

Hans (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 19:33

13 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Hans það er enginn að tala um að hann hafi verið skúrkur umfram aðra heldur er hann einn af þessum ca 30 manna hópi auðmanna (skúrkum). Af hverju ertu viss um að allir hérna inni versli í Bónus, ég get sagt þér með glöðu geði að það geri ég ekki. Þegar Bónus byrjaði þá bætti hann kjör hérna en það er ekki marktækt lengur. Þeir Baugsfeðgar einfaldlega stjórna lúmskt markaðnum. Verðlagningin í Bónus í dag ætti raunverulega að vera gildandi verðlagning í Hagkaup. Þeir blekktu markaðinn. Ertu hissa þó fólk reyni þó að halda jól og kaupa sér kjöt en ekki bjúgu í jólamatinn. Sumir neita sér um jólagjafir í staðinn. Veit ekki með þig en ég var að pæla í þessu um daginn ég þekki raunverulega engann sem hefur ekki lifað bara venjulegu og ábyrgðarfullu lífi undanfarin ár. En þú og þínir eru kannski í klassa fyrir ofan mig og mína.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 19:52

14 identicon

Nei nei, ég er ekki í neinum "klassa" fyrir ofan þig. Er nú reyndar bara gamall sveitamaður og vanur að þurfa að vinna fyrir mínu.  Kom inn í þessa umræðu af því að mér fannst lítilsvirðilegt að verið væri að veitast að manninum á almanna færi. Það á nú svona við bara almennt. Mér finnst athyglivert að þú skulir sniðganga Bónus og tel einmitt að þannig eigi að sýna þessum mönnum í tvo heimana í stað þess að láta eins og villimenn á götum úti. Ég held að við hljótum bæði að hafa séð landann sleppa sér í Bónus undanfarin ár. Ég fagna því vissulega að fólk skuli velja íslenskt og vona nú að við munum í framtíðinni geta glaðst yfir þjóðlegum réttum fremur en sperðlum frá ESB löndum.

Hans (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 02:22

15 Smámynd: ThoR-E

Jón Ásgeir t.d tók lán út á Glitni hjá erlendum bönkum og lánastofnunum, þau lán þurfa skattborgarar Íslands að borga. Innlán en þar hrifsaði hann til sín stóran hlut af ævisparnaði fólks.

Sem eigandi Glitnis er hann ábyrgur fyrir þessu. Jón Ásgeir ryksugaði hirslur Glitnis og setti inn í fyrirtæki sín, ásamt  "arð"greiðslum og ofurlaunum sínum.

Síðan sér  fólk ekki sólina fyrir honum afþví að hann er 1 krónu ódýrari í Bónus.

Er fólk virkilega svona vitlaust...??

ThoR-E, 19.12.2008 kl. 21:40

16 Smámynd: Stefanía

Fólk ER svona vitlaust !

Stefanía, 20.12.2008 kl. 00:49

17 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

ACE Við erum á sama báti með álit okkar á Jóni Ásgeiri. Hann er glæpamaður í mínum augum. Og já Ace fólk er fífl.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 20.12.2008 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Veröld Sólveigar

Höfundur

Sólveig Þóra Jónsdóttir
Sólveig Þóra Jónsdóttir

Tilverustigið á jörðinni er mér eilíf ráðgáta

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...939_sxefn-s
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sólveig og Helgi 1961

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband