Verðtrygging = Eignaupptaka

Af hverju í ósköpunum getum við ekki afnumið verðtryggingu á lánum. Svona verðtrygging er hvergi nema í vanþróuðum löndum. Forsvarsmenn Lífeyrissjóðanna vinna hatrammt á móti því að verðtrygging lána verði afnumin. Samt geta þeir sömu bruðlað með okkar peninga og tapað milljörðum sem hefur sýnt sig. Af hverju geta þeir ekki byggt upp lífeyrissjóðakerfið eins og tíðkast þar sem engin verðtrygging er. Framsóknarflokkurinn setti á Verðtryggingu lána árið 1979 þá voru launin  líka verðtryggð. Árið 1982 var verðtryggin launa afnumin af sama flokki. Þá fór verðbólgan upp í um 80% og margir misstu heimili sín, eignaupptaka og ekkert annð og það sama er að gerast núna. Í Bandaríkjunum t.d. eru vextir af 40 ára húsnæðislánum 6.5%, 30 ára 5.5% og engin verðtrygging! Í Bandaríkjunum þykir þetta jafnvel of háir vextir þeir vilja lækka þá niður í 4.5%.Halló vaknið fólk því Verðtryggingu lána þurfum við að mótmæla þó fyrr hefði verið.
mbl.is Frysting jafnvel óhjákvæmileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Verð á íbúðarhúsnæði allavega í stórborgum stendur af sér sveiflur og Ísland er eina landið í öllum heiminum sem bindur skamtíma verðbólgu við íbúðarhúsnæði. Ef venjuleg verðtrygging væri í gildi hér hefðu vextir ekki þotið hér upp.  Það er viðbóta vöxtum kölluðum verðbóta[bólgu]þáttur sem veldur þessu séríslenska óréttlæti. Upptaka dollars og 7,5 % fastir vextir miðað við 40 ár í Reykjavík væru meir en nóg.

Júlíus Björnsson, 6.12.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Júlíus þetta er rétt hjá þér og ég segi bara Dollar Strax! Anna laun mín eru ekki verðtryggð eins og lánin sem ég skulda. Vextir sem ég borga af mínum lánum eru ekki lágir ef miðað er við USA. Ef þú Anna heldur að verðtrygging sé réttlætanleg af hverju er hún þá hvergi annarstaðar í þróuðum löndum?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 6.12.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Anna telur þú það ekki eignaupptöku sem ungt fólk er að ganga í gegnum í dag. Fólk sem fékk kannski 80% lán fyrir íbúð, átti 20% í henni og  borgar ekki lága vexti (því engin lánastofnun á Íslandi hefur nokkurn tíma boði lága vexti) Þetta fólk stendur frammi fyrir því núna að eign þeirra 20% er upporin í verðbólgunni og gott betur því lánin hafa hækkað meir en nemur söluverði íbúðarinnar þökk sé þessu sér íslenska fyrirbæri verðtryggingu lána. Hvað er þetta annað en eignaupptaka?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 6.12.2008 kl. 23:28

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

 "Í Bandaríkjunum t.d. eru vextir af 40 ára húsnæðislánum 6.5%". það má reikna með að um 4% dekki svo kallaða verðtryggingu og kostnað og  2,5% sé svo væntanleg hagnaðarvon.

Júlíus Björnsson, 7.12.2008 kl. 01:26

5 Smámynd: Leðurhaus

Það voru allt aðrir tímar 1980, þá voru vextir aðeins 2% til 2,5% og húsnæðisverð  togaðis upp með verðbólgunni. nú falla bæði laun og fasteignir.

Leðurhaus, 7.12.2008 kl. 09:02

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er það verðtryggingin sem er hið raunverulega vandamál er það ekki sú staðreynd að verðlag var orðið tóm vitleysa ég á íbúð keypta á 11 000 000 sú íbúð var metin á 25 000 000 í lok síðasta árs þetta er bara bull eina verðmætasköpunin í þessari íbúð fyrir mig hefði verið ef að ég hefði selt hana þá og hirt peninginn þá þýddi þessi aukning verðmæti fyrir mig.

Það var mér hinsvegar morgun ljóst að þessi verðmæta aukning var fölsk töluð upp af söluaðilum og snarvitlausum markaði með alltof mikið aðgengi að lánsfé þannig að þrátt fyrir margítrekuð boð um skuldbreytingar þar sem að ég gæti bætt við andvirði ýmis fánýtis stóðst ég freistinguna. 

Auðvitað mun íbúðin lækka og ég sætti mig við að hún lækki allt niður í 13 til 14 miljónir því að það er raunverðið hitt er bara froða. Við kaup átti ég 65% í henni og þegar eignahluti er orðin 65% aftur þá er staðan eðlileg. Það er því ekki að mínu mati verðtryggingin sem er að drepa fólk heldur sú staðreynd að fólk var að kaupa eignir á fáránlegu verði og slóst um að fá að kaupa þær.

Þess vegna er ég ekki alveg sammála því að það eigi að undan þiggja fólk frá greiðslu því hvers eiga þeir að gjalda sem að töldu sem rétt er að þessi uppsveifla væri bara bull og höguðu sér eftir því hvers vegna eiga þeir sem að reyna að haga sér skynsamlega enn einu sinni að borga brúsann. Ég bara spyr. 

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.12.2008 kl. 20:05

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Aðeins að bæta við svo að ég verði ekki lamin í hausinn   Við þurfum að standa saman í að byggja upp þjóðfélag þar sem að við hlaupum ekki eftir dægursveiflum og látum markaðin hafa okkur að fiflum endalaust með stöðugleika skiftir verðtrygging ekki ölu máli. Aftur á móti þarf að uppfæra hana þannig að hún sýni betur það sem er í gangi í augnablikinu og mæli réttar forsendur.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.12.2008 kl. 20:10

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég ætlaði ekki að selja en þurfti að borga hærri fasteignaskatta. Vegna þess að íslenska íbúðavísitalan lýtur duttlungum skammtíma sjónarmið eins og hún er reiknuð út.

Ungfólkið spáði flest í afborganir per mánuð. Rýmkun veðheimilda, lenging lánatíma og  lægri fastra vaxta. Jók eftirspurn eftir dýrara og stærra húsnæði til að byrja með.  Það var spurning um siðferðilegan styrk stjórnvalda að vara ungafólkið við því sem við fyrstu sýn lítur út fyrir að vera allt í lagi.  Eftir höfðinu dansa limirnir. Við þurfum að tryggja leikreglur sem treysta heilbrigðari samfélagsgrunn.

Júlíus Björnsson, 7.12.2008 kl. 20:45

9 identicon

Verðtryggingin er ekki vandamálið, það er verðbólgan sem er vandamálið.

Í flestum öðrum löndum er ekki verðtrygging en í stað eru menn með breytilega vexti og ef verðtrygging yrði afnumin á Íslandi kæmu breytilegir vextir í staðinn.

Ef þú hélst að verðtryggingin væri slæm þá skulum við bera saman breytilega vexti og verðtryggingu þegar verðbólga er há.

Dæmi: 
Þú tekur lán uppá 10.000.000 á 5% vöxtum og til að einfalda þetta borgar þú einusinni á ári af láninu.  Segjum að fyrsta afborgun sé 200.000.  Segjum einnig að verðbólgan sé 15%

Þú þarft nú að borga: 200.000 (afborgun) + 500.000 (vexti) = 700.000
Ofaná þetta leggjast svo verðbætur 700.000 * 1.15 = 805.000Kr.

Eftirstöðvar lánsins verða 9.800.000 * 1.15 = 11.270.000Kr.

Skoðum nú lán á breytilegum vöxtum.  Í mikilli verðbólgu fara breytilegir vextir upp (samanber stýrivexti Seðlabankans) svo við skulum gefa okkur að vextir fari í 20% (réttir vextir miðað við verðbólgu eru reyndar 20,75%)

Hvað þarftu þá að borga?  200.000 (afborgun) + 2.000.000 (vextir) = 2.200.000
Eftirstoðvar verða: 9.800.000

Tekið saman er þetta:

Verðtryggt: Greiðsla: 805.000,  Eftirstoðvar: 11.270.000
Breytilegir Vextir: Greiðsla: 2.200.000, Eftirstöðvar: 9.800.000

Ég held að flestir myndu snögglega sligast undan greiðslubyrgði lána með breytilega vexti við verðbólgu skot.  Það má einnig benda á það að sá sem hefur verðtryggt lán getur að sjálfsögðu greitt inná lánið til að halda niðri eftirstöðvunum.  Munurinn er að hann hefur valkostinn en EKKI sá sem er með breytilega vexti.

Gunnar Valur Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 02:20

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er augljóst af þessu dæmi hér á undan að verðtryggingin blekkir fólk til að taka lán fyrir hlutum sem það hefur ekki efni á að kaupa.

Theódór Norðkvist, 8.12.2008 kl. 15:08

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í flestum löndum sem við viljum bera okkur saman við er verðbólga lág. Kannski á bilinu 0-6% á margra ára tímbabili. Því nægir að leggja 3% vegna verðtryggingar og 3 % vexti í avöxtun og kostnað. Þar eru líka flest íbúðarlán með föstum vöxtum 6% [=3% + 3%]. Á tímabilum er ávöxtun neikvæð [ t.d. verðbólga 6%] og á tímabilum jákvæð [t.d. verðbólga 1%] þegar upp er staðið þykir gott ef 2,5% hefur náðst að meðaltali.

 Engin ábyrg lánastöfnun lánar án verðtryggingar til langframa.

Greiðludæmin sem þú setur fram er rétt á Íslandi.  Og gengur út á að halda uppi hæstu skammtíma áhættukröfu ávöxtun á öllum lánum: líka veðlánum svo sem íbúðarhúsnæði.

Hægt er greiða inn á öll skuldabréfa lán með breytilegum eða föstum vöxtum, nema krafa um um uppgreiðslugjald sé í samningi.  Í Íslenska tilfellinu er aldrei boðið upp á fasta vexti eina sér, heldur

  verðbótabólguvexti (breytilegir) + fastir vextir = breytilegir vextir.

Júlíus Björnsson, 8.12.2008 kl. 17:43

12 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Þakka öllum innlitið og fróðlegar umræður. Ef góð hagstjórn væri hérna þá ættum við ekki við verðbólguvandamál að stríða. En því miður eigum við því ekki að fagna hér á Íslandi. Það þarf að gera bót á því. Við hljótum að eiga marga góða hagfræðinga sem gætu sinnt því starfi og pólitíkusar ættu ekki að sinna störfum sem varða fjármál nema vera lærðir til þess.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 9.12.2008 kl. 18:38

13 identicon

Í guðana bænum. Fólk sem er í þann mund að missa allt sitt hefur meira og minna kallað þetta yfir sig sjálft með óráðhyggju, vanhugsuðum ákvarðana tökum hvað lán varðar og það að eiða um efni fram. Þetta fólk vill allt það nýasta, besta og það vill það núna. því segi ég fólk getur sjálfum sér um kent.

Á grænni grein (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 20:59

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Flestir fóru í greiðslumat. Og alveg örugglega voru ekki allir eins skynsamir og ég eða með viðskiptapróf í vasanum.

Júlíus Björnsson, 10.12.2008 kl. 21:09

15 identicon

Gæti verið að 14 sé í Framsókn? Allt er vænt sem vel er grænt.  Ég held að Theódór hafi rétt fyrir sér og jú fólk fór í greiðslumat, en það er ekki þar með sagt að forsendur þess þá séu til staðar nú.

Dollara heim (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 22:47

16 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Á grænni grein Þetta vil ég segja við þig. Fólk var að kaupa sér fasteign skilurðu, heimili, fólk sem hefur ábyrgð að bera, á börn og þarf að eiga öruggt heimili. Ég veit ekki hvort þú sért í þeirri aðstöðu eða ekki. Andskotinn hafi það ef fólk á Íslandi hefur ekki lengur efni á að halda heimili fyrir sig og sína þá er illa komið fyrir okkur. Og Júlíus ef greiðslumat venjulegra launamanna á Íslandi nægir ekki til að fjárfesta í heimiliseign þá er eitthvað mikið að sem við jú vitum nú þegar er það ekki?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 10.12.2008 kl. 23:07

17 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

ps. Þú á grænni grein og Theodór ég held að þið þurfið ekki sjá fyrir neinum nema sjálfum ykkur. Þá er nú lífið ekki flókið. En varist að dæma þá sem hafa fyrir mörgum að sjá.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 10.12.2008 kl. 23:17

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íbúðabréfin eru víst flokkuð AAAAAAAAA++++++++++ Við sem greiðum afborganir fáum ekki að njóta þess.

Júlíus Björnsson, 10.12.2008 kl. 23:36

19 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Útskýrðu á mannamáli Júlíus, I don't understand.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 10.12.2008 kl. 23:41

20 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Jón Aðalsteinn fyrirgefðu að ég svara þér svona seint. Hér er enginn laminn í hausinn  ég er þér ósammála að mörgu leiti en það er ekki þar meðsagt að ég hafi rétt fyrir mér og þú rangt fyrir þér en ég er þér sammála í því að við þurfum að byggja hér upp  gott þjóðfélag en til þess að það gerist þá þarf að hreinsa til á æði mörgum sviðum. Segi ekki meir að sinni.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 10.12.2008 kl. 23:59

21 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bankarnir fá metið eigna sitt þegar þeir sækja um lán, ef safnið er gott fær það fleiri A og fleir +, því fleiri A og + tryggir bankanum lægri vexti og lengri lánstíma á lánum sínum.

Húsbréf heimilanna eru besti bréfin sem gerast og hann græðir talsvert á því að vera almenninnilegur

Júlíus Björnsson, 11.12.2008 kl. 00:09

22 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Þetta er rétt hjá þér Júlíus skuldarar á Íslandi hafa yfir höfðuð engan rétt og njóta ekki lágra vaxta eins og bankarnir gera. Ætli við séum ekki flokkuð C- - - - -?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 11.12.2008 kl. 17:19

23 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta koma í stað þess að fella gengið. Milli færa frá heimilunum til illa rekinna fyrirtækja.

Hvað íslenskt fyrirtæki er vel rekið sem segist geta borgað einum starfsmanni meira en 200.000.000- á ári. 

Vel rekið fyrirtæki er eins og heimili. Fyrst fá börnin að éta svo þú og ég.

Júlíus Björnsson, 11.12.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Veröld Sólveigar

Höfundur

Sólveig Þóra Jónsdóttir
Sólveig Þóra Jónsdóttir

Tilverustigið á jörðinni er mér eilíf ráðgáta

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...939_sxefn-s
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sólveig og Helgi 1961

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband