Mikil vanlíðan liggur að baki

Ég veit hvernig tilfinning það er að missa heimili sitt. Það upplifði ég og mín fjölskylda árið 2006. Í okkar tilfelli var það bara okkur sjálfum að kenna. Keyptum fyrirtæki sem gekk ekki upp. Til að forðast gjaldþrot þá seldum við húsið okkar svo allir kæmu út með sem  minnstum skaða, komum sjálf út í miklum mínus. Vorum ekki klók eins og útrásarglæpamennirnir að láta skuldirnar falla á aðra og lifa svo sjálf í vellystingum enda hefðum við aldrei getað lifað í sátt við okkur sjálf vitandi að hafa komið öðrum í vandræði. Í aðdraganda þess að missa heimili sitt fylgir mikil vanlíðan. Þessi framkvæmd í dag ber merki þess. En þetta var veraldarleg eign og það að við misstum tvo ástvini okkar sama ár var meira áfall fyrir okkur.
mbl.is Eyðilagði íbúðarhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er þetta harmleikur. En þú sýnir mikla karlmennsku Sólveig Þóra með texta þínum. Ég ólst upp við að sjálfs væru vítin hörðust. Sem þú sýnir hér.

Gaman að að sjá að enn er til fólk sem ber ábirgð. Þó hitt sé auðveldara í augnablikinu að kenna öðrum um.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 20:46

2 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Sólveig Þóra, mér sýnist þú vera ein af hetjunum sem lítið er talað um en eru engu að síður stoðir þjóðfélagsins þegar á reynir.

Bestu kveðjur

Hólmfríður Pétursdóttir, 17.6.2009 kl. 22:05

3 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Mikið rétt Hallgerður það er svo einfalt að kenna öðrum um en stundum eru aðstæður þannig að visst ferli fer í gang og inn í það koma margir orsakaþættir og að ætla sér að kenna einhverju/einhverjum um er mikil einföldun á hlutunum.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 17.6.2009 kl. 22:10

4 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Takk fyrir hrósið Hólmfríður, mér finnst ég samt ekkert eiga það skilið. En það hef ég lært að ég er þakklát fyrir að hafa þá sem mér þykir vænst um í kringum mig og við góða heilsu. Einnig er ég þakklát í hvert skipti þegar ég fer að sofa í mínu eigin rúmi að hafa það skjól því það eru ekki allir svo heppnir.

Kær kveðja til þín

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 17.6.2009 kl. 22:17

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Veraldlegar eignir jafnast ekki á við fjölskyldu, vini, kærleika og ekki síst heilsu.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.6.2009 kl. 23:13

6 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Svo sammála Anna Sigríður.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 17.6.2009 kl. 23:17

7 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Takk fyrir innlitið Dóra.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 18.6.2009 kl. 00:28

8 identicon

Ég er sammála því að maður á að taka ábyrgð á eigin gjörðum.
Flott færsla hjá þér og virðingarvert að sjá að þú tekur ábyrgð og þorir að viðurkenna það. Ekki margir sem gera það í dag og benda frekar á aðra.

Skrifaði langan(var lengri ) pistil á bloggið hjá Hallgerði Pétursdóttur. 

Ég hef verið gjaldþrota og maður tekur á því en mér finnst þetta ekki rétta leiðin.

Július (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 11:47

9 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Takk fyrir innlitið Júlíus. Ekki misskilja mig samt, ég finn til með þessum manni og í hans tilviki getur hann að einhverju leiti kennt utanaðkomandi  aðstæðum um en ekki að öllu leiti. Núna er þjóðin öll að ganga í gegnum efnahagslegar hörmungar vegna þess að óprúttnir aðilar rændu okkur. Margir tóku líka þátt í þessum hrunadansi með þeim og offjárfestu á sína ábyrgð. Gleymum samt þvi ekki að ástandið bitnar á öllu þjóðfélaginu í formi atvinnuleysis, hækkun á verðtryggingu og fl. Ég tel samt að við lærum af þessu, flottræfilshátturinn var kominn út í öfgar og gildismat manna brenglað.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 18.6.2009 kl. 15:09

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Þið gerðuð rétt að greiða skuldir ykkar í staðinn fyrir að láta fyrirtækið verða gjaldþrota og aðrir hefðu þurft að bera byrðarnar sem þið áttuð að gera.

Margir hafa leikið ljótan leik nú í gegnum árin. Eru með fyrirtækið á sér kennitölu sem er jú að mínu mati rétt. En svo verður fyrirtækið gjaldþrota og viðkomandi fær sér nýja og nýja kennitölu og byrjar aftur og aftur á kostnað annarra. Þetta er viðurstyggilegt en allt hefur verið hægt hér á þessari Bananna lýðveldiseyju.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.6.2009 kl. 20:20

11 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Rósa við vorum með ehf. fyrirtæki en vorum sjálf í persónulegum ábyrgðum fyrir öllu. Þetta ehf. fyrirtæki er ennþá til en ekki gjaldþrota, er ekki í neinni starfsemi í dag. Ég skil ekki þetta kennitölurugl, þetta ætti ekki að vera hægt samkvæmt lögum en er það samt. Því þarf að breyta að mínu mati. Þá myndi margt breytast í þessu þjóðfélagi. Hugsa sér ef það hefði verið ólöglegt frá upphafi að sömu aðilar gætu stofnað hvert fyrirtækið á fætur öðru, komið því í þrot og stofnað annað þá væri margt öðruvísi á Íslandi í dag.

Kær kveðja til þín

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 19.6.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Veröld Sólveigar

Höfundur

Sólveig Þóra Jónsdóttir
Sólveig Þóra Jónsdóttir

Tilverustigið á jörðinni er mér eilíf ráðgáta

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...939_sxefn-s
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sara Lillý
  • Sólveig og Helgi 1961

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband